Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 29

Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 29
JÓN ARASON 275 góða konu, sem sýndi mér staðinn. Bærinn stendur á litlum stalli í brattri brekku austan Eyjafjarðarhéraðsins. Það er bratt niður að bænum og töluverð brekka þaðan niður á sléttlendið. Útsýn er dýrleg, eins og yfirleitt í Eyjafirði, einkum að austan. En óvíða er þó fegurra en hér. Sléttlendið beggja vegna Eyjafjarðarár blasir við. Fyrir enda héraðsins eru mikil fell. Skáhallt yfir til vinstri dregur Grund að sér athyglina, en skáhallt til hægri er Hrafnagil, frægt og ágætt setur og lengra úti landnáms- jörð Helga magra, Kristnes. Yfir gnæfa hæstu tindar mesta fjallgarðs á landinu utan sjálfra jöklanna um mið- bik landsins. Yzt örlar á Kaldbak. Gamli bærinn, sem nú er horfinn, hefir staðið við bæjarlæk lítinn, en hinum megin, sunnanvert við bæinn, er kelda eða vilpa, er skerzt niður um túnið í all djúpri lægð. Milli lækjarins og vilpunnar eru harðir balar og ávalir, og heitir þar Bæjartungan. Bærinn er horfinn, en bæjardyrahellan er eftir, fáguð fótataki margra kyn- slóða, og fiskasteinn á hlaðinu margsorfinn og lúður eftir mörg þúsund þreytuleg högg. Ég hefi það til að vera dálítið hjátrúarfullur. Og ég þykist oft finna á mér með óbrigðilegri vissu, hvort staðir eru með réttu tengdir merkum sögulegum viðburðum eða ekki. Á sumum þessara staða finn ég ekkert annað en tómleikann. En á Grýtu sá ég í anda unglinginn Jón Arason hlaupa um Bæjartunguna og ganga út og inn yfir bæjardyrahelluna. örstutt fyrir sunnan bæinn er hinn mikli staður, er bar ægishjálm yfir héraði í Eyjafirði, staðurinn að Munkaþverá. En þó að þangað sé ekki nema stutt bæjar- leið, sést staðurinn ekki frá Grýtu, því að hann stendur mjög lágt á eyrunum. Suður eftir stallinum átti Jón litli mörg spor, því að þótt hann ætti heima á kotinu, var hann náfrændi ábót- ans mikla, Einars, sonar Isleifs beltislausa, er einnig var

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.