Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 29
JÓN ARASON 275 góða konu, sem sýndi mér staðinn. Bærinn stendur á litlum stalli í brattri brekku austan Eyjafjarðarhéraðsins. Það er bratt niður að bænum og töluverð brekka þaðan niður á sléttlendið. Útsýn er dýrleg, eins og yfirleitt í Eyjafirði, einkum að austan. En óvíða er þó fegurra en hér. Sléttlendið beggja vegna Eyjafjarðarár blasir við. Fyrir enda héraðsins eru mikil fell. Skáhallt yfir til vinstri dregur Grund að sér athyglina, en skáhallt til hægri er Hrafnagil, frægt og ágætt setur og lengra úti landnáms- jörð Helga magra, Kristnes. Yfir gnæfa hæstu tindar mesta fjallgarðs á landinu utan sjálfra jöklanna um mið- bik landsins. Yzt örlar á Kaldbak. Gamli bærinn, sem nú er horfinn, hefir staðið við bæjarlæk lítinn, en hinum megin, sunnanvert við bæinn, er kelda eða vilpa, er skerzt niður um túnið í all djúpri lægð. Milli lækjarins og vilpunnar eru harðir balar og ávalir, og heitir þar Bæjartungan. Bærinn er horfinn, en bæjardyrahellan er eftir, fáguð fótataki margra kyn- slóða, og fiskasteinn á hlaðinu margsorfinn og lúður eftir mörg þúsund þreytuleg högg. Ég hefi það til að vera dálítið hjátrúarfullur. Og ég þykist oft finna á mér með óbrigðilegri vissu, hvort staðir eru með réttu tengdir merkum sögulegum viðburðum eða ekki. Á sumum þessara staða finn ég ekkert annað en tómleikann. En á Grýtu sá ég í anda unglinginn Jón Arason hlaupa um Bæjartunguna og ganga út og inn yfir bæjardyrahelluna. örstutt fyrir sunnan bæinn er hinn mikli staður, er bar ægishjálm yfir héraði í Eyjafirði, staðurinn að Munkaþverá. En þó að þangað sé ekki nema stutt bæjar- leið, sést staðurinn ekki frá Grýtu, því að hann stendur mjög lágt á eyrunum. Suður eftir stallinum átti Jón litli mörg spor, því að þótt hann ætti heima á kotinu, var hann náfrændi ábót- ans mikla, Einars, sonar Isleifs beltislausa, er einnig var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.