Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 31

Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 31
JÓN ARASON 277 inn í sögu Jóns Arasonar. En ekki hefir Einar Isleifsson látið systurdóttur sína líða skort rétt við túnfótinn á Munkaþverá. Og varla myndi Jón Arason síðar hafa hent gaman að vist þeirra á Grýtu, ef svo hörmulega hefði þar gengið fyrir þeim, sem þjóðsagan vill vera láta. Grýta og vistin þar er nokkurs konar skemmtilegur bláþráður á ævi Jóns, milli allsnægtanna í föðurgarði og hans eigin auðs og metorða, líkt og þegar menn búa um stund í f jár- húsi eða tjaldi, þegar bærinn brennur og verið er að koma upp nýjum og betri bústað. Slíkar minningar geta eftir á verið sérstaklega heillandi, og vísan um hið „ágæta ból" Grýtu, sem ekkert höfuðból fær jafnazt við, er einmitt sprottin upp úr þess háttar hughrifum. Þá er til önnur sniðug vísa eftir Jón Arason, sem einnig hefir skapað þjóðsögu um hann: Latína er list mæt, lögsnar Böðvar; í henni eg kann ekki par, Böðvar. Þætti mér þó rétt þitt svar, Böðvar, míns ef væri móðurlands málfar, Böðvar. Úr þessari vísu hafa menn spunnið þá firru, að Jón Arason hafi ekki kunnað latínu. — Hann hefir vitanlega lært allan prestlegan lærdóm á Munkaþverá, og þar var latína fyrst og latína síðast. Ótrúlegt er, að einn skarp- gáfaðasti maður, sem sögur fara af, hafi ekki getað lært hana sæmilega. Hitt mun rétt vera, að Jón hafi ekki verið hálærður og ekki ástmögur latínunnar á við end- urreisnarmennina, enda fór hann ekki utan til náms, svo að vitað sé. En sársaukinn er hér ekki meiri en út af Grýtu. Jón hendir gaman að. Og annað kemur fram í vísunni: Ást hans og lotning fyrir „málfari móðurlandsins", íslenzkunni. Hana kunni

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.