Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 34

Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 34
280 KIRKJURITIÐ og harðsnúið, að óhugsandi var fyrir ögmund að beita nokkrum kúgunum eða ofbeldi. Varð því að ganga milli þessara stórbrotnu höfðingja. Það var rétt eins og mestu ægitímar Sturlungaaldar væru komnir, og hefir vafalaust mörgum verið nóg boðið. En Jón Arason hefir verið fús til sáttanna nú, sem endranær. Hann hafði sýnt og sannað, að ekki tjóaði að ætla að kúga hann með ofbeldi. Nú var hann fús til sátta og samvinnu. Enda er þess ekki getið, að þeir ætt- ust meira illt við, biskupamir ögmundur og Jón. • Þegar Jón var seztur að biskupsstóli, tók hann að efla sig og festa í sessi. Var þá fyrst að koma fjármálunum í horf. Gerðar hafa verið tilraunir til þess að meta til nútímapeninga auðæfi Hóladómkirkju um þessar mundir og tekjur bisk- ups. Skal ég ekki fara út í það nánar. En hér var svo gífurlegur auður saman kominn í jarðeignum og kúgild- um, að í nánd við Hólastað sjálfan eru ekki einu sinni taldar jarðirnar, heldur sveitirnar heilar. (Allar jarðir í Óslandshlíð, allar jarðir í Kolbeinsdal, allar jarðir í Hjalta- dal, allar jarðir í Blönduhlíð.) Og tekjur biskups voru svo miklar, að annað eins hefir ekki þekkzt hér fyrr né síðar, þegar borið er saman við aðra um sömu mundir. Þegar þar við bætist að Jón hefir verið hinn mesti ráðdeildar- maður og glöggur á fjármál, eins og ráða má af ýmsu, hefir ekki verið lengi að safnazt að honum auður, sem nú myndi nema mörgum milljónum króna. Annað, sem Jón Arason notar til þess að efla sig og festa í sessi, er að koma börnum sínum í sem mestar áhrifastöður. Hann hafði á unga aldrei tekið saman við konu, er hét Helga Sigurðardóttir, góðrar ættar, og að því er virð- ist, hina mestu ágætiskonu. Þau áttu saman svo vitað sé 6 börn, 4 syni og tvær dætur.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.