Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 39
JÓN ARASON
283
hér heima, fara herbrestir að heyrast umhverfis Lúther.
Og þeim herbrestum heldur áfram allan þann tíma, sem
ég hefi hér rætt um. Ekki aðeins Lúther og fylgismenn
hans, ekki aðeins kirkjan og háklerkar hennar, heldur
og þjóðhöfðingjar og riddarar, bændur og borgarar, allt
kemst í uppnám. Inn í þessa fullkomlega trúarlegu hreyf-
ingu Lúthers blandast alls kyns skapnaður og óskapnaður
í stjórnmálum og félagsmálum, svo að enginn fær full-
komlega séð út yfir það eða haft þá strauma og hring-
iður á sínu valdi.
Um þessar mundir bárust hvorki fréttir né straumar
og stefnur jafnfljótt yfir og á vorum dögum. Hingað út
bárust að vísu fregnir af þessu, og einhver áhrif. En í
odda skarst ekki fyrr en þessi stefna fór að berast svo
um munaði til Danmerkur. Kemur hún þá fram óbeint
hér á landi í því, að biskuparnir báðir, ögmundur og Jón,
gleyma fullkomlega öllum fyrri væringum og binda sín
á milli fastasta bræðralag hvor öðrum til stuðnings.
Og svo skellur fyrsti bylurinn á við það, að Kristján
m. brýzt til valda í Danmörku 1536. Gerast nú fljótt
svo margir og miklir viðburðir, að ekki verða hér raktir.
Hér get ég aðeins brugðið upp örsmáum skyndimyndum
af Jóni Arasyni og sigrum hans og ósigrum í fangbrögð-
unum við þennan nýja innrásarher: Siðaskiptin og kon-
ungsvaldið danska.
Ég held, að Jóni Arasyni og framkomu hans í þessum
miklu málum verði bezt lýst með því að bregða upp
myndum af tveim alþingum, 1540 og 1541.
Kristján III. sendi kirkjuskipan sína fyrst hingað til
lands án alls undirbúnings 1538, og með hana einn dæma-
lausan misindismann, Kláus frá Merwitz. Kirkjuskipaninni
var þá vikið frá með hægð. En Kláus og umboðsmaður
hans sýndu hug sinn og það, hvað í vændum var, með
því að hefjast handa næsta vor og fara að leggja undir
sig klaustrin hér á landi. Fór Diðrik þá á hvítasunnudag
út í Viðey, tók klaustrið og hafði í frammi ýmsa ósvinnu.