Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 40

Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 40
284 KIKKJURlTlÐ Þegar fregnin barst norður, kvað Jón biskup sína al- kunnu vísu, sem lýsir vel bæði kaldhæðni hans og glóð- inni, sem undir skelinni var: Sunnan að segja menn Sundklaustur haldist laust. Þýzkir gera þar rask þeygi gott í Viðey. öldin hefir ómild Ála bruggað vont kál. Undur er ef ísland eigi réttir hans stétt. En Diðrik svaraði með því að búast til að gera klaustr- unum eystra sömu skil og Viðeyjarklaustri. Lauk þeirri ferð með því að Diðrik féll á verkum sínum í Skálholti, og í sömu lotu voru Danir hraktir úr Viðey og drepnir. Svo kom Alþingi 1540. Þangað kom Kláus að utan og ætlaði nú heldur en ekki að láta svipuna dynja á lands- mönnum, bæði sakir tregðu þeirra að taka við kirkju- skipaninni, og út af drápi Diðriks og annarra Dana. Má nærri geta, hvernig hefði verið að búa undir þeim refsi- aðgerðum Kláusar. En þá komu þeir til skjalanna, Jón biskup og synir hans. Höfðu þeir styrk svo mikinn á þinginu, að Kláus .varð slyppur fyrir. 1 stað þess að sakfella ögmund biskup og aðra þá, er stóðu að Skálholtsvígum, lét Ari Jónsson lögmaður dóm ganga um framferði Kláusar. Dæma þeir, að vegna margskonar brota á landslögum og vegna rógs, sem Kláus hafi borið fyrir konung um ögmund biskup, sé hann ekki myndugur kóngsins skatt eður annan vísa- eyri upp að bera, eður sýslurnar framar að veita. Fela dómsmenn Ara lögmanni að veita skattinum móttöku og varðveita féð til næsta Alþingis, en sýslunum er öðru- vísi ráðstafað. Hér er, með öðrum orðum, hirðstjóri konungs, Kláus

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.