Kirkjuritið - 01.12.1950, Qupperneq 43

Kirkjuritið - 01.12.1950, Qupperneq 43
JÓN ARASON 287 lofað viðburðunum að gerast. En Jón ákvað nú þegar að kasta teningunum gegn hinu nýja valdi. Fór hann þegar um vorið suður í Skálholtsbiskupsdæmi og stjórnaði málum þar. Lét hann kjósa Sigvarð ábóta Halldórsson í Þykkvabæ til biskups, sendi hann utan, en tók að sér stjórn biskupsdæmisins fyrir hans hönd á meðan. Hefir hann vafalaust engar tyllivonir gert sér um biskupsvígslu Sigvarði til handa meðan svo stóðu mál í Danmörku. En gott var fyrir Jón biskup að fá umboð hans til þess að stjórna biskupsdæminu. Hafði hann að vísu verið kosinn til forsjár með Skálholtsbiskupsdæmi, en umboð hins kosna biskups hefir þó styrkt hann enn betur, og hrakið burt allan grun Sunnlendinga um það, að hann ætlaði sjálfur að seilast til nokkurra valda þar til handa sér eða sínum. Þetta voru erfiðir tímar fyrir þá lútersku. Þó hófust þeir handa í skyndi, kusu Martein Einarsson til biskups, og fór hann þegar utan, en stjóm málanna tóku að sér nokkrir frændur, venzlamenn og vinir hans, þar á meðal Daði í Snóksdal og séra Jón Bjarnason stólsráðsmaður. Vörðu þeir Skálholt fyrir Jóni biskupi, svo að hann varð frá að hverfa. Sneri hann reiði sinni einkum á Daða, fór vestur í Dali, óð um bú Daða og dæmdi hann fyrir ýmsar sakir. Nokkru síðar bannfærði hann Daða og þótti nú mikið að kveðið. Nú rekur hver viðburðurinn annan svo ört, að hvergi nálega er hlé nema háveturinn. Sumarið 1549 fær Jón Arason bréf frá Páli III. páfa, þar sem hann hvetur Jón til starfa og lýsir blessun sinni yfir honum. Var Jón í allt búinn. Á þessu sumri lætur hann taka Martein biskup og einn klerk hans, séra Árna í Hítardal, og heldur þeim í fangelsi nyrðra. Sömu skil ætlaði hann að gera Daða, en hann bar undan. Upp úr þessu bannfærði biskup séra Gísla Jónsson í Selárdal (þann er síðar varð biskup), en hann var einhver helztur atkvæðamaður í hóp lúterskra. Hrá séra Gísla svo við sakargiftir Jóns biskups og bann- 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.