Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 51

Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 51
Lítið ljóðkorn Hafið þið nokkurn tíma hugsað um, hve mikils virði það er eða getur verið að kenna börnum bænarvers? Þau eru eins og perlur, með ótal blikandi flötum, sem bamið, hinn verð- andi maður, getur átt og virt fyrir sér alla ævi. Og í öllum atvikum margvíslegra örlaga geta þessar perlur veitt yndis- lega birtu, fræðslu, hvatningu, áminningu eða huggun. Stundum getur lítið ljóð, sem lært var í æsku, flutt vor- bjartan bemskudaginn inn í rökkur blindra augna, fært með sér óm af rödd látinna ástvina og það getur orðið æðsta og hinzta eign þessa lífs á deyjandi vörum. Tökum t. d. versið: Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf. Sé hún ætíS í þinni hlif. Þessi ljúfu og bamslegu orð vom kvöldbæn flestra íslenzkra barna fyrir nokkmm ámm. Hallgrímur Pétursson hefir mótað í þessa litlu perlu tung- unnar ein fegurstu Ijósbrot kristindómsins. Vaktu. Það er ein fáorðasta og um leið áhrifamesta áminn- ing til allra manna, hvar sem þeir em, og hverjir, sem þeir em. Vaktu yfir gjöfum Guðs í sjálfum þér. Vaktu yfir hinum margbrotnu gjöfum lífsins þér til handa. Vaktu yfir velferð ástvina þinna og hjartahreinleika barn- anna þinna. Þetta eina orð minnir þannig á hina andlegu og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.