Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 52

Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 52
296 KIRKJURITIÐ eilífu árvekni sjálfstæðrar hugsunar og fórnfúsra tilfinninga. Hver einasta manneskja er vörður lífsins fyrir hönd Guðs. Vakandi hugsun, vakandi tilfinningar, en umfram allt eitt, sem eftir var að nefna: Vakandi vilji og áhugi til að gera alltaf og alls staðar sitt bezta, láta þjónustusemi og fórnar- lund drottna yfir kröftum sínum og hæfileikum. Þá þjónustusemi, sem vígir Guði hins góða og fagra hvert starf. En þetta er þó aðeins hálfsögð saga þessa eina orðs í kvöld- bæninni litlu. Það er Jesús, sem barnið biður að vaka í sér. — Það er ekki einungis mannleg hugsun, tilfinning og vilji, sem á að vaka í sálinni. Því að hvert getur það stefnt, ef ástríður og eigingimi hvetja að röngu markmiði? Beint út í ógæfu og sálarstríð, sársauka og harm. Það er andi og líf Jesú, sem verður að vaka í hugum og hjörtum. Það er vizka hans, sem þarf að endurspeglast í hugsun okkar. Kærleiki hans og ástúð, sem á að loga í tilfinning- unum. Þrek hans og hetjubragur, sem þarf að brýna viljann til skeleggrar baráttu við hið illa, og vekja þannig sigurgleði hinnar eilífu, marksæknu varðandi. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins í þér. Það er hvorki meira né minna en takmark lífsins og kristin- dómsins, hin starfbundna, sigursæla samvitund Jesú og manns- andans, sem hér er um að ræða. Hinn eilífi trúarsigur, sem gjörir hverja sorgdögg að gróðurskúr, hvern gleðigeisla að sólskini frá eilífri sunnu. Ef kraftur hins almáttka vakir í sál þinni, þarftu ekki að óttast ósigra komandi og hverfulla stunda. — — Og svo er bæninni litlu skipt nákvæmlega milli tveggja meginskauta tilvemnnar: Lífsins og dauðans. Fyrri hlutinn tilheyrir þessu lífi: Bernskunni, æskunni, full- orðinsámnum, leik þeirra og störfum. En síðari hlutinn tilheyrir dauðanum, sem er þó ekki dauði heldur eilífð að dómi skáldsins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.