Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 55

Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 55
LANDRÝMIÐ OG MAÐURINN 299 nekt ykkar, eigið enga þokkalega spjör, hvað þá fín — veru- lega fín — og falleg föt til að klæðast í, og alls engin spila- kveld og alls ekkert samkvæmislíf. Vertu viss, hversu mikið sem maðurinn þinn neyðist til að þræla og ganga fram af sér, þá verðið þið þó að sitja í svaðinu, verðið meira að segja að deyja þar, þið sjálf og börnin ykkar.“ „Og sei, sei, nei,“ svaraði sú yngri. „Það stendur þannig á með okkur, skaltu vita, að þótt við verðum að leggja hart að okkur og lifa sparlega, þá eigum við þó jörðina okkar, og erum hvorki nauðbeygð til að nudda okkur upp við aðra, eða knékrjúpa þeim. En þið í stórborginni, þið lifið og hrærist í spákaupmennsku og hneykslis dillunni. I dag getur allt slamp- ast í „stakasta lagi“, en á morgun blínir erkióvinurinn á ykkur rangeygðu glymunni, og eiginmaður þinn freistast og flækist í snörum áhættuspila og ölæðis, og þið eruð öll alls- leysinu, eymdinni og smáninni ofurseld. Skyldi þetta svo sem ekki vera svona?“ Pakhom, maður yngri systurinnar, sat hjá ofninum og hafði hlustað á samræður þeirra. „Rétt er og,“ sagði hann. „Ég hefi staðið í moldarverkum og verið að umróta jörðinni frá barnæsku, og hefi því ekki haft tíma til fíflskaparmála og heilabrota. Samt er það eitt, sem angrar mig — ég hefi of lítið jarðnæði. Látið mig bara fá fleiri ábúðarhundruð, og þá hræðist ég ekki nokkum mann — meira að segja ekki djöfulinn sjálfan.“ Systumar luku nú við að drekka teið, mösuðu eitthvað frekar um klæðnað og þess háttar, þvoðu upp borðbúnaðinn og gengu svo til náða. Allan þennan tíma sat djöfullinn makindalega í skotinu bak við eldstóna og hlustaði á hvert einasta orð. Það lá einstak- lega vel á honum, vegna þess að eiginkonan hafði komið bónda sínum til að grobba, og fengið hann til að heitstrengja það, að kæmist hann einhvem tíma yfir nægilegt landrými, þá skyldi ekki djöfullinn sjálfur geta tekið það frá honum. „Stór- ágætt, fyrirtak," hugsaði djöfullinn með sjálfum sér. „Ég skal reyna að lofa þér að detta. Ég skal gefa þér mikið land — og taka það frá þér aftur.“ Nálægt bændahjónum þessum bjó frú nokkur, sem átti frekar litla jörð, um 120 hektara að flatarmáli. Það hafði

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.