Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 56

Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 56
300 KIRKJURITIÐ alla tíð áður farið vel á með henni og bændunum, og hún hafði á engan hátt misbeitt eignarrétti sínum. En nú tók hún ráðsmann. Þetta var uppgjafa-hermaður, sem tók að of- sækja bændur með fésektum. Það gilti alveg einu, þótt Pakhom gætti ýtrustu varkárni, eitthvert hrossanna hans slangraði inn á hafraspildu frúarinnar, eða belja stalst inn í garðinn hennar og kálfamir brutust inn á engjarnar, og fyrir allt þetta voru á hann lagðar fésektir. Pakhom borgaði sektirnar, en lúbarði svo allt heimilisfólkið og hundskammaði. Honum urðu vinnubrögð ráðsmannsins um sumarið til svo mikillar armæðu, að honum fannst guðsþakkar- vert að geta látið búpening sinn úða í sig sinni eigin töðu. Reyndar nagaði hann sig í handarbökin út af kostnaðinum við þetta, en hann losnaði þá einnig við marga hremminguna og margt hugarstríðið í öðrum efnum. Um veturinn gaus upp sá orðrómur, að Barina — volduga frúin — ætlaði að selja eignaróðal sitt og að ráðsmaðurinn hefði hafið undirbúning til að kaupa, bæði jörðina og hin gróðavænlegu þjóðvegarréttindi. Barst orðrómur þessi bænd- um til eyrna og urðu þeir ókvæða við. Þeir hugsuðu sem svo: Ef ráðsmaðurinn hvomar í sig jörð- ina, þá mun hann kreysta úr okkur hvern blóðdropa með enn verri og þyngri sköttum en hann gerði, meðan heiðursfrúar- innar naut. Við verðum að reyna með einhverjum ráðum að komast yfir eignina, úr því að við eigum hér nú allir heima á þessum bletti. Og svo gerði hreppsnefndin í þorpinu sendimenn á fund frúarinnar, sem sárbændu hana að selja ekki ráðsmanninum jörðina, en veita bændum forkaupsréttinn, og myndu þeir yfir- bjóða keppinaut sinn. Frúin varð við þessari nauðsyn þeirra, og fóru bændur til hreppsnefndar og lögðu fast að henni að kaupa nú alla fasteign frúarinnar. Var nú haldinn fundur um málið, fyrst einn og svo annar, en ekkert gekk saman. En það var lóðið, að óþverrinn sjálfur ónýtti stöðugt öll þeirra ráð og framkvæmdir með því, að láta þá aldrei geta orðið á eitt sátta. Þá ákváðu bændumir, að hver einstakur þeirra skyldi fá að kaupa svo mikið land, sem hann frekast gæti, og heiðursfrúin kvaðst einnig samþykkja þetta. Einn daginn heyrði Pakhom, að nágranni hans hefði keypt 20 hektara, og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.