Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 57
LANDRÝMIÐ OG MAÐURINN
301
að Barina hefði fallizt á að helmingurinn af kaupverðinu mætti
standa ógreiddur eitt ár. Nú fylltist Pakhom öfund og hugsaði
á þessa lund: Ef hinir kaupa allt landið, þá verð ég skilinn
eftir úti á klakanum. Hann ráðfærði sig því við konu sína.
Allir eru kófsveittir við að kaupa eitthvað,“ sagði hann, „og
ég held því að hyggilegra sé fyrir okkur að kaupa 10 hektara.
Við getum ekki haldið lífinu í okkur með búskap hér, ef þessu
fer fram eins og horfir. Ráðsmaðurinn gleypir allar reitur
okkar í fjársektir.“ Þau fóru því að hugsa um, með hvaða
móti þau ættu að geta náð upp kaupverðinu.
Þau höfðu lagt fyrir 100 rúblur. Og með því að selja folald
og helminginn af býflugum sínum, auk þess að lána ungan
son sinn í vinnumennsku, gátu þau með mestu harmkvælum
aurað saman hálfu kaupverðinu. Pakhom kom þessu nú öllu
í sjóð sinn, valdi 15 hektara lands og dálitla skógarrein með
sölutimbri, og hélt til Barinu til að útkljá kaupin. Kaupin
lukust með ágætum. Þau gáfu hvort öðru handsöl sín til
staðfestu samningnum, og Pakhom lagði fram tryggingarféð.
Þessu næst fór hann til borgarinnar, útfyllti kaupbréf og af-
salsbréf (helmingur kaupverðsins þar og þá, og hinn helm-
ingurinn að tveim árum liðnum) — og sjá, Pakhom var orðinn
jarðeigandi. Enn fremur fékk hann lánaða nokkra fjárhæð
hjá mági sínum og keypti fyrir hana sáðfræ. Hann sáði því
samvizkusamlega á réttum tíma í þessa nýju eign sína, og
fékk afburðagóða uppskeru. Áður en árið var liðið, gat hann
því borgað, bæði Barinu og mági sínum að fullu. Og nú var
hann orðinn fullgildur jarðeigandi. Þetta var hans eigið land,
sem hann sáði, hans eigið hey, sem hann sló, hans eiginn
eldiviður, sem hann hjó, og hans eiginn búpeningur, sem hann
beitti. í hvert skipti sem hann reið um þessa óframseljanlegu
jarðeign sína, annað hvort til að plægja eða líta eftir upp-
skerunni og engjunum, þá réði hann sér trauðla fyrir gleði.
Honum virtist sjálft grasið vera gerólíkt öðru grasi og blómin
skreytast á annan hátt. Einu sinni, þegar hann hafði riðið
yfir land sitt, var það reyndar — land. En nú, þótt það væri
land, var það samt öðru vísi.
Og þannig bjó Pakhom búi sínu langan tíma, og var ánægð-
ur. Og, í sannleika sagt, þetta hefði farið vel, ef hinir bænd-
umir hefðu lofað korninu hans Pakhoms og graslendinu hans