Kirkjuritið - 01.12.1950, Síða 60
304
KIRKJURITIÐ
Hann bjó sig því tafarlaust til ferðar um sumarmál og
lagði af stað. Hann ferðaðist með gufuskipi niður eftir Volgu
til Samara, og þaðan fór hann fótgangandi 400 rastir, þangað
til hann kom í áfangastað. Þar var allt eins og frá hafði verið
skýrt. Bændurnir lifðu þar kóngalífi á 10 hektörum af gjafa-
landi, sem hver maður fékk, og hreppsnefndin tók honum
með kostum og kynjum, og fullvissaði hann um að hann væri
velkominn. Enn var honum sagt frá því, að hver, sem þangað
kæmi með peninga, gæti keypt viðbótar land — eins mikið
og hann lysti — beint af augum og ótakmarkað — til eilífðar.
Maður gat fengið hið ágætasta land, sem hægt var að hugsa
sér, fyrir 3 rúblur hektarann — og hversu stórt sem maður
vildi.
Þetta fékk Pakhom allt að vita, og sneri þessu næst heim-
leiðis, þegar komið var haust. Hann byrjaði tafarlaust að
selja, og var svo hagsæll, að losna við jörðina, öll mannvirki,
áhöfn og búslóð með góðum hagnaði. Þessu næst lét hann
afmá nafn sitt úr hreppsbókunum, beið vorsins og hélt til hins
nýja bústaðar með fjölskyldu sína.
Þau komust farsællega og í tæka tíð til ákvörðunarstaðar-
ins, og Pakhom var þegar í stað skráður í manntalsbækur
þessarar voldugu nýlendu (eftir að hafa vætt kverkamar á
öldurmönnunum, eins og gefur að skilja, og lagt fram öll
skilríki). Þessu næst mældu þeir honum og afsöluðu 50 hektör-
um af landi, tíu fyrir hvert mannsbarn í fjölskyldunni — á
víð og dreif í nýlendunni, og til viðbótar sameiginlegt beiti-
land. Pakhom byggði sér heimili og birgði sig að nauðsynj-
um, enda gjafalandið eitt, út af fyrir sig, tveim sinnum eins
stórt og hann hafði áður haft á gamla staðnum. Það var
einnig kornfrjótt land. Að öllu samanlögðu leið honum þarna
tíu sinnum betur en þar, sem hann hafði áður verið, því að
hann hafði til umráða bæði ræktunarland og beitiland, og hið
síðar talda svo nægilegt, að hafa mátti þar ávallt svo margt
kvikfénaðar, sem hann taldi nauðsyn og kærði sig um.
Á meðan hann var að búa um sig og byggja húsin fannst
honum í fyrstu allt vera með stökustu ágætum. En seinna,
þegar hann hafði dvalið þarna um hríð, tók honum að finnast
þröngt um sig. Hann vildi rækta hvítt tyrkneskt hveiti, eins
og ýmsir aðrir gerðu þarna, en það var varla ein einasta af