Kirkjuritið - 01.12.1950, Síða 63
LANDRÝMIÐ OG MAÐURINN
307
hann testauka, svartadauða og aðra muni, sem hann ætlaði
að gefa, eins og kaupmaðurinn hafði ráðlagt honum. Óku þeir
svo, eins og leið lá, 500 rastir, og komu á sjöunda degi að
tjaldstað Baskira. Allt reyndist þetta eins og kaupmaður hafði
frá því skýrt. Fólkið bjó þarna í tjaldvögnum, sem stóðu í
röðum með fram fljótinu, sem rann um heiðarsléttuna. Þetta
fólk plægði hvorki jörðina né borðaði kommat, en reikaði
um heiðina með fjárhjarðir og urmul af Kósakka stóði. Voru
folöldin tjóðruð aftan í vögnunum og týjur þeirra reknar
til þeirra tvisvar á dag til að gefa þeim að sjúga mjólkina.
Aðalfæða fólksins var merarmjólk og konurnar bjuggu til úr
henni drykk, sem nefndur var kumiss, var hann svo strokk-
aður og gerður úr honum ostur. í raun og veru var kumiss,
eða te, eini drykkurinn, sem Baskirar þekktu, og eina kjarn-
fæða þeirra kjöt, og eina skemmtunin pípnaleikur. En allt
um það voru þeir allir sællegir og glaðlegir útlits og héldu
heilagt allan árshringinn út. Þeir voru sorglega illa uppfræddir
í allri menntun, en ástúðlegir og aðlaðandi engu að síður.
Undir eins og þeir komu auga á Pakhom, komu þeir þjót-
andi út úr vögnum sínum og umkringdu gestinn. Fenginn
var túlkur, og Pakhom sagði þeim, að hann væri kominn til
að kaupa land. Þeir urðu himinlifandi á stundinni og um-
föðmuðu Pakhom ákaflega og báru hann á gullstól að bezt
búna vagninum. Þar bjuggu þeir honum hægindi úr haugum
af brekánum og lögðu þar á ofan mjúkar sessur, og leiddu
hann þar til öndvegis. fcutu svo af stað til að nálgast eitt-
hvað af kumiss og tei að bjóða honum. Þá var slátrað sauð
°g kjötverður framreiddur. Að lokinni máltíð tók Pakhom
fram gjafir sínar úr léttikerru sinni, dreifði þeim meðal þeirra,
og sömuleiðis teinu. Þessu næst tóku Baskirarnir að ræðast
við sín á milli um sinn, og báðu loks túlkinn að taka til máls.
„Mér er falið að tjá yður,“ sagði túlkurinn, „að þeim geðjast
stórkostlega vel að yður, og að það sé venja vor að verða
við óskum gesta vorra á alla hugsanlega og mögulega lund,
«1 að launa gjafir þeirra til vor. Og úr því svo er, og vegna
þess að þér hafið gefið oss gjafir, þá segið oss nú, hvað það
er, sem vér eigum og þér gimist, svo að við getum veitt yður
það.“
„Það, sem ég þrái sérstaklega," mælti Pakhom, „er eitthvað