Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 65

Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 65
LANDRÝMIÐ OG MAÐURINN 309 af því þarfnast ég agnar skika. Ég þarf aðeins að vita ná- kvæmlega, hvað af því verður mitt eigið land. Þess vegna væri tilvalið að mæla það einhvem veginn, og afsala mér því þessu næst á lögmætan hátt. Það er Guð einn, sem ræður lífi voru, hann er herra lífs og dauða, og þótt þið, sem eruð góðir menn, gefið mér þetta land nú, þá gæti svo að borið, að börnin yðar vildu taka það frá mér aftur.“ Höfðinginn brosti. „Afsalsbréfið er þegar afgreitt,“ sagði Starshina. „Þessi núverandi samkunda vor er okkar staðfesting og afgreiðsla á málinu — og það getur ekki öruggar verið.“ „En,“ maldaði Pakhom í móinn, „mér hefir verið sagt, að kaupmaður nokkur hafi heimsótt yður nýverið, og að þér hafið selt honum land og gefið honum löglegt afsalsbréf. Þess vegna bið ég yður að gera mér sama greiða.“ Nú skildi Starshina, hvað Pakhom átti við. „öldungis rétt,“ svaraði hann. „Vér höfum skrifara héma og skulum fara til borgarinnar og útvega okkur nauðsynlegt lakk og innsigli." „En, hvað á landið að kosta?“ spurði Pakhom. „Okkar verð,“ svaraði Starshina, „er einungis 1000 rúblur fyrir daginn.“ Pakhom botnaði ekki minnstu vitund í þessum „dagprís“ þeirra. „Hve margir hektarar myndu það verða?“ spurði hann hrað- mæltur. „Við reiknum ekki svoleiðis," sagði Starshina. „Við seljum einungis dagsverkið. Það er að segja, svo mikið land, sem þér getið numið, með því að ganga umhverfis það á einum degi, svo mikið land verður yðar eign. Þetta er okkar land- mæling. Og verðið er 1000 rúblur.“ Pakhom varð steinhissa. „Hvað? Maður ætti að geta gengið umhverfis allmikið land- flæmi á heilum degi,“ sagði hann. Starshina brosti aftur. „Já, landið verður yðar eign, undir öllum kringumstæðum að minnsta kosti, hverju sem tautar,“ mælti hann. „Það er einungis eitt skilyrði, sem sé það, að ef þér komið ekki aftur

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.