Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 70

Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 70
314 KIRKJURITIÐ á við, þegar hann kom auga á afbragðs landrein fyrir handan þurran gilskorning. „Það væri meira hallærið, að neyðast til að sleppa svona landi. Hörinn myndi vaxa þar svo ágætlega,“ hugsaði hann. Hann hélt því áfram, strykbeint, þangað til að hann hafði náð gilbarminum inn í ummálið, og þegar hann hafði látið stinga þar stöng niður, beygði hann aftur inn á við. Þegar hann leit aftur til hólsins, var fólkið þar nærri horfið sjónum hans. Það gat ekki verið skemmra þangað en fimmtán rastir. „Ágætt,“ hugsaði hann, „ég er búinn að ganga tvær lengstu hliðamar af umgerðinni og verð nú að hafa þessa síðustu svo stutta, sem kostur er.“ Lagði hann því af stað á síðustu markalínuna og herti gönguna. Enn einu sinni varð honum litið til sólarinnar. Nú var farið að nálgast náttmál og hann hafði einungis gengið tvær rastir af leiðinni. Brott- fararstaðurinn var enn í 13 rasta fjarlægð. „Nú verð ég að hlaupa beint af augum,“ sagði hann við sjálfan sig, „hversu illfært sem landið er yfirferðar. Ég er búinn að ummerkja mér alveg nógu stórt land, eins og það er.“ Og Pakhom stefndi beint á hólinn. Og nú hvataði hann förinni eins og hann þoldi, beint í þessa átt. En nú var honum farið að verða mjög erfitt um göng- una. Hann sárverkjaði í fæturna; hann hafði fleiðrað þá og marið, og nú voru þeir famir að skjögra undir honum. Hann hefði gefið, hvað sem vera skyldi, fyrir að fá að hvíla sig stutta stund, en hann vissi að hann mátti það ekki, ef hann ætti með nokkru móti að ná að hólnum fyrir sólarlag. Sólin biði að minnsta kosti ekki. Nei, hún var eins og ekill, sem lamdi hann stöðugt fram. Við og við skjögraði hann. „Ég hefi þó vissulega ekki misreiknað þetta?“ hugsaði hann með sjálf- um sér. „Ég hefi vissulega ekki tekið mér of mikið land lil þess að verða að sleppa því aftur, hversu mikið sem ég hraða mér? Þetta er svo ógurlega löng leið eftir enn, og ég er alveg dauðuppgefinn. Það getur ekki verið, að allir mínir peningar verði vitagangslausir og allt mitt strit með öllu árangurs- laust? Jæja, ég verð að gera eins og ég get.“ Pakhom sótti í sig veðrið, herti sig og fór að hlaupa. Hann hafði rifið fæturna, þeir voru alblóðugir, en samt hljóp hann enn, hljóp harðara og harðara, lengra og lengra. Vesti, stígvél- um, vatnsflösku, húfu — öllu þessu hafði hann kastað frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.