Kirkjuritið - 01.12.1950, Síða 71

Kirkjuritið - 01.12.1950, Síða 71
LANDRÝMIÐ OG MAÐURINN 315 sér. „Æ,“ hugsaði hann, „ég var of ginnkeyptur og ánægður með allt þetta, sem ég sá. Nú er allt glatað og ég mun aldrei ná markinu fyrir sólarlag.“ Angist hans varð einungis til þess að auka á mæði hans og andþrengsli, en hann hljóp enn. Skyrtan og buxurnar límdust við hann af svita og munnurinn var skrælþurr. í brjósti hans hömuðust tveir járnsmiðjubelgir, en í hjarta hans gnötraði undan heljarhöggum gufuhamars, en fætumir virtust vera að kurlast undan honum og vera ekki lengur hans eigin eign. Nú hafði hann sleppt allri umhugsun um jarðeign. Allt það, sem hann var að hugsa um, var að losna einhvem veginn við að þurfa að deyja af áreynslu. Samt gat hann ekki numið staðar, þótt hann væri svona hræddur við að deyja. „Að hafa komizt svona langt,“ hugsaði hann, „og verða svo að hætta við allt saman. Mikill asni halda þeir að ég hljóti að vera.“ En nú gat hann heyrt hvatningar-ópin og köllin í Baskirunum. Og hróp þeirra kveiktu í hjarta hans nýtt, andlegt hugrekki. Áfram, áfram hljóp hann á meðan hinir síðustu kraftar entust honum — og sólin var farin að snerta sjóndeildarhringinn. Jú, reyndar, en hann var nú líka kominn fast að marki. Hann gat séð fólkið á hólnum veifa til hans höndum og hvetja hann til að koma. Hann gat séð tófuskinnshúfuna liggja á jörðinni, og peningana ofan á henni, og Starshina sitja þar hjá, og þrýsta höndum að síðum. Skyndilega minntist Pakhom draums síns. „Ennþá á ég nægi- legt land,“ hugsaði hann, „ef Guð einungis vill þyrma lífi mínu, svo að ég geti búið þar. En hjarta mitt vekur hjá mér efa og kvíða fyrir því, að ég hafi orðið sjálfum mér að bana.“ Ennþá hljóp hann. Og í síðasta sinni leit hann á sólina. Hún var stór og rauð, hafði snert jörðina og var byrjuð að hníga niður fyrir sjóndeildarhringinn. Pakhom snerti hólinn í sama augnabliki og sólin settist. „Æ, æ,“ hrópaði hann í örvænt- ingu, vegna þess að hann hélt að allt væri glatað. Þá minntist hann þess skyndilega, að hann gat ekki séð þetta eins greini- lega neðan frá hólfitinni eins og fólkið frá hólnum fyrir ofan hann. Og að því myndi sýnast að sólin væri enn ekki setzt. Hann ruddist upp eftir hólbrekkunni — og þegar hann var að skreiðast þetta, sá hann að húfan lá þarna enn. Þá hrasaði hann áfram til falls — en rétt í því að hann skall niður, rétti hann út höndina í áttina til húfunnar — og snart hana.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.