Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 72

Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 72
316 KIRKJURITIÐ „Sei, sei, ungi maður,“ hrópaði Starshina, „þú hefir sannar- lega eignazt mikil landrými.“ Húskarl Pakhoms hljóp til húsbónda síns og reyndi að reisa hann á fætur, en blóðið rann fram úr munni hans. Pakhom lá þárna steindauður. Húskarlinn hágrét af hryggð og skelf- ingu, en Starshina sat sem fastast á hækjum sér, skellihlæj- andi og studdi höndum á síður. Loks stóð hann upp, greip skóflu upp af jörðinni, og kastaði henni til húskarlsins. „Jarðaðu hann,“ var allt, sem hann sagði. Baskiramir brugðu fyrir sig fótum og hurfu brott. Hús- karlinn aleinn var eftir. Hann gróf gröf, sem var jafnlöng og Pakhom allur, frá hvirfli til ilja — þrjár rússneskar álnir — og jarðaði hann. Jónm. Halldórsson þýddi. Aðf angadagslj óð. Drúp þú, barn, við dýrastallinn, Drottins friður hjá þér býr. Hljómar yfir hljóða víðátt helgra klukkna jólagnýr. Döprum huga flytur fögnuð að færa jólabarni sveig, sem í gegnum öróf alda inn til þín í rökkur steig. Tvö á móti birtu brosa börnin, þú og frelsarinn. Hver er meiri sæla en sorgin, sem þig leiddi í himininn? SIGURÐUR DRAUMLAND.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.