Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 73
Prófessor Guðjón Samúelsson húsameistari
16. apríl 1887—25. apríl 1950.
Mætur og ágætur sonur
íslenzku þjóðarinnar er
horfinn. Maður, sem svo
mikið ævistarf vann, þótt
ár hans yrðu ekki fleiri, að
eftir fæsta Islendinga mun
liggja öllu meira verk unn-
ið fyrir hina íslenzku þjóð.
Hann hafði verið húsa-
meistari ríkisins í 30 ár.
Hefir hann gert og gera
látið í teiknistofu sinni
uppdrætti að nálægt 1000
húsum, þar á meðal um 70
—80 kirkjum og allt að
því jafnmörgum prestsset-
urshúsum og um 200 skóla-
húsum, þar á meðal stór-
hýsum eins og Landakots-
tórkju, Landsspítalanum, Fr6u SamielW'
Landsímahúsinu, Hótel Borg, Laugameskirkju, Akureyr-
arkirkju, Háskólanum, Þjóðleikhúsinu, og frummynd Hall
grímskirkju er sem kunnugt er fullbúin frá hans hendi.
Af þessu er Ijóst, að prófessor Guðjón Samúelsson hefir
ekki átt lítinn þátt í því að setja svip sinn á byggingar
Islands, eins og þær líta út í dag — víðsvegar um landið.
Fyrir fáum árum var rúmlega tugur erlendra blaða-
manna, sem ferðaðist um Island. Ég spurði þá, hvað það