Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 74

Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 74
318 KIRKJURITIÐ væri, sem þeim virtist merkilegast við nútíma Island, eins og það hefði komið þeim fyrir sjónir. Þeir svöruðu ein- um rómi: byggingarlistin. „Og hvaða dæmi viljið þér nefna um það?“ Þeim kom öllum saman um, að fegurstu dæmin væru Akureyrarkirkja, Háskólinn og Þjóðleikhúsið. Hugur Guðjóns húsameistara hneigðist snemma að smíði. Hann heyrði ungur talað um þá iðn á hinu ágæta heimili foreldra sinna, Samúels Jónssonar trésmíðameist- ara og Margrétar Jensdóttur. Hann lærði trésmíði hjá föður sínum. Og hann hélt náminu áfram og lauk prófi í húsgerðarlist við Listaháskólann í Kaupmannahöfn. 1 æsku dvaldi hann um skeið á Eyrarbakka. Fjöllin í fjarska heilluðu hann. Hann sá þar myndir, sem urðu að húsum og borgum í huga hans. Þessar sýnir höfðu áhrif á listamannssál hans. Því að Guðjón Samúelsson var lista- maður. Og þegar hann eltist, þroskaðist sú hugsun hjá honum, að í íslenzkri náttúru væru allsstaðar fyrirmyndir í íslenzka húsagerð. Hann sá kirkjuturna í hraundröng- um í öxnadal, og stuðlabergið íslenzka varð honum fyrir- mynd að fögrum súlum og stoðum og skarti, sem athygli hefir nú vakið bæði meðal innlendra og erlendra manna, sem hér hafa komið. Mörgum virðist, sem Guðjón húsa- meistari hafi með lífsstarfi sínu innleitt hér og hafið til vegs og valda byggingarstíl sérkennilegan fyrir Island. Slíkt hefir oft tekið mörg ár, jafnvel aldir, hjá öðrum þjóðum. Ef rétt er, að Guðjón Samúelsson hafi gjört það í sínu stutta lífi, þá er hér um óvenjustórt afrek að ræða. Það var ekki alltaf kyrrt og hljótt um framkvæmdir Guðjóns húsameistara og starf. Um verk hans stóðu oft sterkir stormar. Hann virtist standa þá af sér, vel og karlmannlega, en þeir komu þó sárt við hans viðkvæmu sál. Honum var fremur ósýnt um að bera hönd fyrir höfuð sér og standa í deilum. En hann fylgdi stefnu sinni eigi að síður og vék ekki af vegi. Þá leitaði hann oft til vinnunnar og hljómlistarinnar, sem hann unni af hjarta. Sjálfur lék hann mjög vel á hljóðfæri.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.