Kirkjuritið - 01.12.1950, Qupperneq 74

Kirkjuritið - 01.12.1950, Qupperneq 74
318 KIRKJURITIÐ væri, sem þeim virtist merkilegast við nútíma Island, eins og það hefði komið þeim fyrir sjónir. Þeir svöruðu ein- um rómi: byggingarlistin. „Og hvaða dæmi viljið þér nefna um það?“ Þeim kom öllum saman um, að fegurstu dæmin væru Akureyrarkirkja, Háskólinn og Þjóðleikhúsið. Hugur Guðjóns húsameistara hneigðist snemma að smíði. Hann heyrði ungur talað um þá iðn á hinu ágæta heimili foreldra sinna, Samúels Jónssonar trésmíðameist- ara og Margrétar Jensdóttur. Hann lærði trésmíði hjá föður sínum. Og hann hélt náminu áfram og lauk prófi í húsgerðarlist við Listaháskólann í Kaupmannahöfn. 1 æsku dvaldi hann um skeið á Eyrarbakka. Fjöllin í fjarska heilluðu hann. Hann sá þar myndir, sem urðu að húsum og borgum í huga hans. Þessar sýnir höfðu áhrif á listamannssál hans. Því að Guðjón Samúelsson var lista- maður. Og þegar hann eltist, þroskaðist sú hugsun hjá honum, að í íslenzkri náttúru væru allsstaðar fyrirmyndir í íslenzka húsagerð. Hann sá kirkjuturna í hraundröng- um í öxnadal, og stuðlabergið íslenzka varð honum fyrir- mynd að fögrum súlum og stoðum og skarti, sem athygli hefir nú vakið bæði meðal innlendra og erlendra manna, sem hér hafa komið. Mörgum virðist, sem Guðjón húsa- meistari hafi með lífsstarfi sínu innleitt hér og hafið til vegs og valda byggingarstíl sérkennilegan fyrir Island. Slíkt hefir oft tekið mörg ár, jafnvel aldir, hjá öðrum þjóðum. Ef rétt er, að Guðjón Samúelsson hafi gjört það í sínu stutta lífi, þá er hér um óvenjustórt afrek að ræða. Það var ekki alltaf kyrrt og hljótt um framkvæmdir Guðjóns húsameistara og starf. Um verk hans stóðu oft sterkir stormar. Hann virtist standa þá af sér, vel og karlmannlega, en þeir komu þó sárt við hans viðkvæmu sál. Honum var fremur ósýnt um að bera hönd fyrir höfuð sér og standa í deilum. En hann fylgdi stefnu sinni eigi að síður og vék ekki af vegi. Þá leitaði hann oft til vinnunnar og hljómlistarinnar, sem hann unni af hjarta. Sjálfur lék hann mjög vel á hljóðfæri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.