Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 88

Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 88
332 KIRKJURITIÐ voru tiltæk snilliyrði Hallgríms, og gæti orðalykillinn stuðlað að því, að svo mætti aftur verða. Séra Björn Magnússon hefir samið orðalykilinn af vísinda- legri nákvæmni eins og hans er von og vísa. Bókin er ágætlega fallin til fermingargjafa og annarra tæki- færisgjafa, og má vænta þess, að bæði ungir og gamlir lesi hana sér til sálubótar um komandi ár. Á. G. Heimili og skóli. Ritstjóri Kirkjuritsins vill vekja athygli lesenda á þessu vandaða og merka uppeldismálatímariti. Ritstjóri þess er Hannes Magnússon, skólastjóri barnaskólans á Akureyri, prýði- lega ritfær maður og áhugasamur um allt það, er varðar uppeldi bama. Má hiklaust telja hann einn af okkar beztu skólamönnum. Bæði hann og aðrir kennarar og uppeldisfröm- uðir eiga margar ágætar greinar í ritinu, sem vekja og glæða áhuga manna og skilning á menningu og þroska upprennandi kynslóðar og ylja lesendum um hjartarætumar. Yfirleitt á tímarit þetta erindi inn á hvert heimili og þó einkum til hverra foreldra. Auk þess er það bæði fróðlegt og skemmtilegt. Myndi hollt og gagnlegt þjóðinni, að það breiddist út sem mest. Háskólaerindi um séra Matthías Jochumsson hélt dr. Steingrímur Þorsteinsson í hátíðasal Háskólans sunnudaginn 19. nóv. Erindið var vandað og veigamikið svo sem vænta mátti.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.