Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 89

Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 89
Fréttir. Biblíufélagsfundur var haldinn í Dómkirkjunni mánudagskvöldið 13. nóv. Séra Magnús Már Lárusson prófessor flutti mjög fróðlegt erindi um elztu íslenzku Biblíuþýðingarnar. Ný lög voru samþykkt fyrir félagið og ný stjóm kosin. Hana skipa 9 menn, og er biskup- inn, dr. Sigurgeir Sigurðsson, forseti hennar. Vesturför biskupshjónanna. Dr. Sigurgeir Sigurðsson biskup og frú hans sigldu héðan áleiðis til New York 20. nóv. Mun hann dveljast vestra sér til heilsubótar nokkrar vikur. Biskupshjónin eru væntanleg heim aftur í febrúar. Erindi um trúmál og félagsmál voru flutt í Háskólanum á hverju kvöldi vikuna 19.—25. nóvember. Eiga þeir góðu menn þakkir skyldar, sem gengust fyrir flutningi þessara fyrirlestra. Fjögurra alda árstíðar Jóns Arasonar og sona hans 7. nóv. síðastl. var minnzt í Háskólanum. Þeir fluttu þar erindi prófessorarnir Einar Ólafur Sveinsson og Þorkell Jó- hannesson. Frumvarp til laga um fækkun prestakalla. Kirkjumálaráðuneytið hefir lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögunum frá 1907 um skipun prestakalla. Er þar lagt til, að 11 prestaköll verði lögð niður, m. a. Stóra- Núpsprestakall í Ámesprófastsdæmi, en í því em 3 kirkjur og nær 600 manns, og Staðarhólsþing í Dalaprófastsdæmi (3 kirkj- ur og um 300 manns). Rökstuðning ráðuneytisins er aðallega skírskotun til bréfs skipulagsnefndar prestssetra, þar sem segir, að til mála geti komið að leggja niður allt að 11 prestaköll. En því aðeins lítur skipulagsnefnd svo á, að gjörðar verði jafnframt stórfelldar breytingar til bóta prestakallaskipuninni í landinu. Fer því fjarri, að nefndin leggi til, að þessi presta- köll hverfi úr sögunni, nema margar endurbætur verði gjörðar. Þess er vænzt, að Alþingi leiði ekki þessar einhliða og nei-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.