Kirkjuritið - 01.01.1951, Síða 5
Sálmur eftir dr. Manfred Björkquist.
Hníga tár af hryggð og gleði,
hver ein ævistund í veði,
Ijós og skuggar líða hjá,
lengst af mun það skiptast á.
Enginn kann af eigin dáðum
eða neinna manna ráðum
reikna leið um lönd og geim,
loks er skilar öllum heim.
Dagur Ijómar, dimma þrýtur,
drottinn hæða til mín lítur.
Enginn fær nema aðeins hann
upplýst mína braut og rann.
Ofar gný, er heiminn hryggir,
himinsali, þú, er byggir!
Má ég vona? Samt þú sér
sorg og þrá, er hjartað ber.
Kristur forðum færði sanninn:
Föðurauga lítur manninn.
Leitar enn með vissu og von
vinur jarðar, himins son.
Gef mér þrek og þol að bíða,
þú, sem veldur ró og kvíða,
einn þú veizt minn ævistig,
ekki þekki eg sjálfan mig.
Ljómi sól um lönd og geima.
Láttu fólkið sorgum gleyma,
lát oss vita vilja þinn.
Vinur allra, drottinn minn.
Sigurður Norland þýddi.