Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 9

Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 9
HVERT SKAL HALDA? 7 nýguðfræðin né játningaguðfræðin endurlifnaða, heldur Jesús Kristur sjálfur. Því varð það orðtak eins af biskup- um okkar: Trúðu ekki á gamla guðfræði. Og trúðu ekki á nýja guðfræði. Trúðu heldur á drottin Jesúm Krist. Kristindómurinn er sú trú, sem Jesús Kristur boðaði með kenning sinni og öllu lífi og starfi, dauða og upprisu. Á hann mega engar mannasetningar skyggja. IV. Stefna guðfræðinnar — já, allur boðskapur kirkjunnar á komandi árum á að miða að því að leiða í ljós dýrðar- mynd Jesú Krists eins og hún birtist í Nýja testcimentinu, og þá umfram allt í elztu og dýrlegustu söguheimildunum, Samstofna guðspjöllunum. Það á að vera höfuðmarkmið allrar guðfræði kristinna manna og viðfangsefni, og meg- inþáttur kristilegrar prédikunar að leiða í ljós líf Jesú Krists handan við flóknar mannasetningar, draga frá tjald- ið, sem mistur aldanna hefir hlaðið að, og laða alla að, sem eyru hafa að heyra: Kom þú og sjá. Kirkjan verður að vera móðirin góða, sem kann sögur að segja, svo að börnin hlusti af alhug við kné hennar og sjái guðlegar myndir af hetjunni miklu, sem gekk um kring, gjörði gott og græddi mein mannanna. Það er þetta, sem mannkynið þarfnast umfram allt, og þráir vitandi eða óvitandi eins og dauðþyrst jörðin regnið. Reynslan í löndum heiðingjanna sýnir það. Þeir hirða ekki um trúfræðikerfi kristnu þjóðanna. En það er Krist- ur, sem þeir þrá að heyra um, persóna hans og líf. Hann á aðdráttaraflið mikla, er laðar þá til að taka sinnaskipt- um og trúa fagnaðarboðskap hans um komu Guðs ríkis hingað á jörð. Þar, sem hann er, sjá þeir eins og sól skína, sem getur eytt kólgubökkum vetrarins og gefur fyrirheit um vor og sumar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.