Kirkjuritið - 01.01.1951, Qupperneq 10
8
KIRKJURITIÐ
Svo er þaS einnig í hinum kristna heimi þrátt fyrir allt
og allt.
Kom. Þó að vér aðhyllumst þrózku og tál,
þá þráir þig, Kristur, hver einasta sál
frá sólskini suðrænna landa
til næðinga nyrztu stranda.
Trúarlærdómamir, játningafræðin, mannasetningamar,
kirkjufundasamþykktimar, helgisiðareglumar, guðsþjón-
ustumar, prédikanimar og hvað það nú allt heitir stoðar
ekki minnstu vitund, ef Kristur er sjálfur fjærri.
Það er nú heimsins þrautamein,
að þekkja hann ei sem bæri,
að kristnu þjóðimar hafa keppzt við að bjóða fram allt
annað en það eitt, sem Kristur býður: Líf í kærleik.
Fylgd við boð hans. Þær hafa leitazt við að vera kristnar
án Krists, alveg eins og við höfum gjört svo oft, bæði
þú og ég.
Nei. Til Krists skal halda. Hann er einkavon jafnt þjóða
og einstaklinga. Þegar dýpsta þrá mannshjartans lítur
hann, gefst það honum á vald.
Þá fyrst, er mannkynið sér hann sjálfan, náð hans og
sannleika, mimu rætast spádómsorðin fomu:
Hann mim dæma meðal hirðingjanna
og skera úr málum margra þjóða.
Og þær munu smíða plógjám úr sverðum sínum
og sniðla úr spjótum sínum.
Engin þjóð skal sverð reiða gegn annarri þjóð,
og ekki skulu þær temja sér hernað framar.
V.
1 bjartsýni og trú á íslenzka þjóðin að leggja á nýja
áfangann, sem lýkur með 1000 ára afmæli kristnitök-
unnar.