Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 14
12
KIRKJURITIÐ
Þar hatursskeytin flugu,
svo hnigu tár og blóð.
Mörg heljarmikil fallbyssa
valköstum hlóð.
Hin grimma haturs krumla
með klaer, sem eyðir lönd,
hún kyrrðist loks og breyttist
í framrétta hönd.
Og mannvonzkunnar hnefi,
sem meiddi bróður sinn,
varð mildiríkur lófi,
sem tár strauk af kinn.
Þá hryllti við sér sjálfum,
er hlóðu í brotin skörð.
Og heitstrenging um frið
var af alhuga gjörð.
Hjá landamæra-þjóðvegi
listin byggði og hlóð
stórt líkneski úr málmi.
Sjá, Kristur þar stóð.
Mót himni lyfti’ 'ann krossi
í hátign sinni stór
og horfði í ást og mildi
á hvern, sem þar fór.
Á fótstallinn þeir letruðu
logagullin orð,
sem lýstu í útlegð styrjaldar,
fláttskap og morð:
„Fyrr hrynji þessi fjöll
en vér heyjum framar stríð;
og héðan af skal bróðernið
tengja vorn lýð."