Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 15

Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 15
KRISTUR ANDESFJALLA 13 Þótt síðan hafi skoðanir sífellt stangast á, menn sjá, að engum bjargar að vega og slá. Úr hæðum starir Kristur og heldur kærleiks vörð, því helzt þar ennþá bróðerni og friður á jörð. Og sameinaðar þjóðir nú sjá, að mönnum ber að setja friðarboðann hvar herguðinn er. Steingrímur Arason. Trúarjátning Einsteins. „Almanna skoðunin á trúleysi mínu er fullkominn misskiln- ingur.... Ég trúi þvert á móti á persónulegan Guð, og ég get sagt það með góðri samvizku, að lífskoðun mín hefir aldrei eina mínútu á ævi minni verið guðlaus. Þegar ég var ungur stúdent, hafnaði ég skoðun vísindamannanna á 9. tug 19. ald- arinnar. Mér þóttu skoðanir manna eins og Darwins, Háckels og Huxleys þegar úreltar gjörsamlega. Menn verða að muna það, að þróuninni miðar ekki aðeins áfram á verklega sviðinu, held- ur einnig á trúarsviðinu, og þá ekki sízt á sviði náttúruvísind- anna, og um flesta fulltrúa sannra vísinda má segja, að þeir eru sammála um það, að vísindin séu ekki andstæð trúnni. Auðvitað eru enn til fáeinir kalkaðir „vísinda“menn, sem hjakka enn í sama farinu sem um 1880. Ég fyrir mitt leyti er sannfærður um það, að án trúar myndi mannkynið nú vera á algeru villimennskustigi. Allt félagslíf myndi vera harla frumstætt. Öryggi lífs og lima myndi vera ennþá miklu minna en nú og stríð allra við alla, sem enn ríkir með mönnunum, langtum dýrslegra. Um það er ég alsannfærð- ur. Trúin er aflvakinn að framförum mannkynsins."

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.