Kirkjuritið - 01.01.1951, Síða 18
16
KIRKJURITIÐ
viðleitni manna og guðsdýrkun er fólgin alger sjálfsblekk-
ing, menn fara að halda, að þeir á þennan hátt geti í
raun og veru náð á vald sitt einhverju broti af guðlegu
lífi, en slíkt geti aldrei átt sér stað. 1 „Auferstehung der
Toten“ segir hann, að menn fyrir trúarlegar iðkanir kunni
að geta virzt í öllu líferni sínu sannkristnir, fullir trún-
aðartrausts og með óflekkað mannorð og hreina sam-
vizku og þó þrátt fyrir allt þetta þjónað sjálfum djöflinum
alla sína ævi. En vegna sjálfsblekkingarinnar og þess sjálfs-
öryggis, sem menn lifi í, hafi menn ekki minnstu hugmynd
um þetta.
Óralangt frá trú þeirra öruggu er til önnur tegund trúar,
sú sem birtist í orðum Páls í Rómv. 7, 24: ,,Ég aumur
maður, hver mun frelsa mig frá þessum dauðans líkama?“
Slík trú lætur ekki blekkjast af neinu því í mannlegu fari,
sem í fljótu bragði kann að virðast göfugt eða fagurt, hún
sér í sambandi við mannlegt líf aðeins hneyksli, synd og
dauða, djöful og helvíti og veit að maðurinn er einskis
megnugur, nema Guð rétti honum hönd sína.
Frá manninum til Guðs liggur enginn vegur. List, vís-
indi, siðgæði eða trú greiða ekki neinum götuna til guð-
legra heimkynna. En frá Guði til mannsins liggur vegur.
Hann hefir Guð einn lagt. Sá vegur er Kristur. Kristur
er lausnarinn mikli, hann er uppfylling þeirra vona, sem
æðstar eru. Hann er opinberun guðlegs réttlætis, þess sem
trúarbrögðin leituðu að án árangurs. Kristur er hin mikla
opinberun um Guð, sem er jafn voldugur í náð sinni sem
dómsniðurstöðum.
Barth leggur á það áherzlu, að hér sé um Krist að ræða
en ekki Jesú. Hinn svonefndi sögulegi Jesús, sem fram
kom á sjónarsvið mannkynssögunnar í upphafi tímatals
vors, er eins og hver önnur söguleg og sálfræðileg mannleg
vera, háð fallvaltleik, og á (hann) ekkert skylt við það
guðlega og eilífa. Hann er sem hver annar maður hlut-
takandi í því ófullkomna, takmarkaða og einskis nýta lífi.
Hann kom í „líkingu syndugs holds“, eins og stendur í