Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 23
Ummyndun Jesú.
Frásagan um ummyndun Jesú er einn af hátindum Sam-
stofna guðspjallanna. Og þó er það svo, að henni er þannig
valinn staður í guðspjallaröðum kirkjuársins, að mjög
sjaldan er lagt út af henni. Hún er guðspjallið á 27. sunnu-
dag eftir þrenningarhátíð og 6. sunnudag eftir þrettánda,
en þeir sunnudagar koma sjaldan fyrir.
Þessi undursamlega saga skyldi enn eiga sömu ítök í
hjörtum kristinna manna sem í frumkristninni. Hún er
helgidómur í lífi Jesú og lærisveina hans og hefir máttug-
an trúarboðskap að flytja.
Vér skulum leitast við að lifa hana í anda.
Jesús er á ferð með lærisveinum sínum í fjallahéraðinu
norður af Galíleu. Hann leitar einveru og kyrrðar til þess
nð kenna þeim. Þeir hafa fyrir nokkrum dögum játað trú
sína á það, að hann sé Messías hinn fyrirheitni. En sú trú
er jarðbundin. Þeir hyggja á það, að hann verði konungur
á Davíðs stóli í Jerúsalem og leysi þjóð sína undan ánauð-
aroki Rómverja. En hann segir þeim, að hann sé manns-
sonurinn, sem komi með ríki Guðs af himni, en framundan
sér hið næsta séu þjáningar og dauði á krossi. Því næst
muni hann upp rísa. Og lærisveinar hans eigi að halda
krossferilinn á eftir honum. Þetta er þeim enn um megn
að skilja. Og Pétur jafnvel telur í þessum efnum læri-
sveininn meiri meistaranum og fer að ávíta hann fyrir
þessar dapurlegu spár.
Þá er það, að Jesús tekur með sér þrjá af postulum