Kirkjuritið - 01.01.1951, Qupperneq 28
26
KIRKJURITIÐ
himnum, sonarins og heilagra engla. Og þeir falla til jarðar
fram á ásjónu sína.
En fyrir Jesú eru þessi orð Guðs hin sömu, sem hljóm-
uðu forðum við skírn hans, er hann baðst fyrir á Jórdan-
bökkum. Síðan hafa þau verið undiralda í öllu lífi hans
fram til þessarar stundar líkt og stef í voldugri hljóm-
kviðu. Orðalagið er ekki nákvæmlega eins í Samstofna
guðspjöllunum, en þó þannig, að finna má enduróma úr
ljóðunum um þjón Drottins, sem hlýtur að þola kvöl og
smán og líflát og eignast þannig fjölmarga að hlutskipti.
Þessa einu bænamótt lifir Jesús það fyrir, er við mun
taka um ævi hans, unz eilífðin rennur upp. Andi hans hefir
teygað svölun og þrótt af lindum himinsins.
Hann horfir til lærisveinanna, þar sem þeir liggja og
andlitin nema við jörðu. Hann snertir við þeim og segir:
Rísið upp og verið óhræddir. Þeir líta upp og litast um.
Sýnin er horfin, ljóminn og verurnar frá æðra heimi. En
hann er hjá þeim áfram, sem öll þessi dýrð var eins og
geislabaugur umhverfis, Jesús einn. Hvernig sem um allt
hitt er og hvernig sem á að skilja það, hvort heldur það
er draumur eða vaka, þá eiga þeir það, sem mest er um
vert, návist meistara síns og vinar — Messíasar.
Dagur er á fjöllum. Og nú skal aftur halda ofan hlíðina
til hinna, sem bíða neðra. Djúpur friður stafar af ásjónu
Jesú, en hugir lærisveinanna eru enn í uppnámi yfir því,
sem þeir hafa séð og heyrt. Jesús biður þá að segja það
engum fyrr en manns-sonurinn sé risinn upp frá dauð-
um. Þá fyrst mun hjartað skilja það og öðlast styrk. Þá
rætist fyrirheitið, sem ummyndunin veitti þeim. Þeir festa
sér þessi orð í minni. En hvemig má það vera, að manns-
sonurinn rísi upp frá dauðum? Verður hann þá fyrst að
deyja? Hugur þeirra rís öndverður á móti því. Og önnur
vandaspurning steðjar einnig að þeim, sem erfitt er að
svara: Á ekki Elía, sem birtist þeim, enn óunnið starf sitt
áður en Messíasaröldin rennur upp í dýrð sinni? Þannig
hafði Malakía spáð, og svo höfðu fræðimennirnir kennt