Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 30
28
KIRKJURITIÐ
Eins og Biblían skýrir frá ummyndun fleiri manna en
Jesú, svo sem Móse á Sínaí og Stefáns píslarvotts, er
ásjóna hans Ijómaði sem engils ásjóna, þannig getum við
enn í dag séð leiftra fram innri dýrð, sem með mönn-
unum býr, og breiða birtu yfir allan svip þeirra og andlits-
drætti. Fegursta sjónin hér á jörð, blikandi bamsaugu,
sem brosa við jólaljósunum — endurspegla það, sem bezt
er og hreinast í sálum þeirra. Og hver er svo fátækur,
að hann hafi aldrei séð ástina ummynda allt yfirbragð
föður eða móður, eiginmanns eða eiginkonu? Þó er þetta
aðeins geisli af dýrð Kristsfyllingarinnar. En sá geisli
boðar okkur fyrirheit, sem Jóhannes guðspjallamaður orð-
ar svo í bréfi sínu: „Þér elskaðir, nú erum vér Guðs böm,
og það er ennþá ekki orðið bert, hvað vér munum verða.
Vér vitum, að þegar hann birtist, þá munum vér verða
honum líkir, því að vér munum sjá hann eins og hann er.
Og hver, sem hefir þessa von til hans, hreinsar sjálfan
sig, eins og hann er hreinn“ (I. Jóh. 3, 2 n).
Á mörkum tíma og eilífðar má enn sjá tjaldinu lyft
eitthvað frá, því er heimana skilur. Fjölmargir vottar
eru að því, hvemig þeir birtast, sem þegar eru farnir frá
þessari jörð og fagna þeim, sem staddir em á landamær-
um lífs og dauða. Deyjandi menn lýsa því, hvernig ástvinir
þeirra koma til að taka á móti þeim og sumir sjá frels-
arann sjálfan. „Svona hefir aldrei verið bjart,“ vissi ég
deyjandi föður segja, og andlátsorð Stefáns frumvotts
hafa orðið andlátsorð fleiri en hans. Stirðnandi varir hafa
hvíslað nöfnum þeirra, er komnir voru að sjúkrabeðinum
úr æðra heimi. Og þeir, sem gæddir em skyggnigáfum,
sjá dýrlegar vemr staddar hér handan yfir dauðadjúpið.
Á þeim stundum verður veruleiki ósýnilegs heims undur-
samleg staðreynd, og vissan um annað og eilíft líf gagn-
tekur þá.
Ummyndun Jesú á því enn að hafa sama gildi fyrir okk-
ur sem lærisveinana þrjá, er staddir vom með honum