Kirkjuritið - 01.01.1951, Qupperneq 34
Ég trúi á Guð en grýlur ei.
Babb við flóttamann.
Vini mínum, sr. Sigurbirni, hefir lítt
Guðfræðikennari orðið gagn að því heilræði, sem ég gaf
tekur til fótanna. honum nýlega, að reyna að temja sér
örlitla kímnigáfu. Sami hátíðleikinn og
hneykslissvipurinn auðkennir grein hans í síðasta Kirkju-
riti, sem hann er frægur fyrir áður, og má það merkilegt
heita, ef hann heldur að þessi tilgerð endist sér í stað
nýtilegra röksemda til að standa fyrir málstað sínum. Há-
mark þessara tilburða, sem ávallt hafa orðið þeim mönn-
um til góðrar skemmtunar, sem auga hafa fyrir slíku,
koma í ljós, er hann tilkynnir í lok greinar sinnar, að ég
þurfi ekki að gera ráð fyrir, að hann virði mig viðtals
framar opinberlega og eigi hann ekki meira vantalað við
mig. Tilfærð ástæða: Undirritaður „ber sig ekki að tala
eins og manneskja með ráði og rænu“.
Ef hér er rétt með farið, þá getur enginn láð sr. Sigur-
birni, þótt ekki eyði hann nema 16 bls. í Víðförla og 26
bls. í Kirkjuritinu, alls 42 bls. til að andmæla því sem
brjálaður maður segir, sem þar að auki stendur neðan við
markalínu hins mannlega og telur hann þá að sjálfsögðu,
að hann sé að kasta perlum fyrir svín. En þetta réttlætir
hann með því, að hann geri það af umhyggju fyrir and-
legri velferð lesanda Kirkjuritsins og er það vafasöm rök-
semd. Því að ef þeir væru þannig á vegi staddir, að þeir
tækju nokkurt mark á tali manna, sem skortir bæði „ráð
og rænu“, hlytu þeir að tilheyra dýraríkinu á sama hátt
og vera undir hina sömu sök seldir. Hitt er þá heldur