Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 36

Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 36
34 KIRKJURITIÐ loka ekki alveg eyrunum fyrir röddunum aS neðan. 1 til- efni af slíkri frammistöðu verður ekki sungið annað en Sorgarljóð Davíðs: Sárt trega eg þig, bróðir minn Jónatan----. En að hetjumar skuli vera fallnar og hervopnin glötuð! Samkvæmt Niðurstigningarsögu var Mannjöfnuður öndunum í varðhaldi eigi vamað máls, um illt orðbragð og eigi var þeim meinað að bera hönd og fleira. fyrir höfuð sér á dómsdegi. Þær at- hugasemdir, sem hér koma á eftir, verða því að skoðast í því ljósi, jafnvel þó að gera megi ráð fyrir, að sr. Sigurbjöm stöðvist ekki á flóttanum frá hinum óguðlegu, til að gefa þeim gaum, svo slæmt sem þetta þó annars er fyrir guðfræðilega upplýsingu í land- inu. Verður ekki hjá því komizt að gera örlitla athuga- semd við rithátt hans, þar sem hann ber á mig ýmsar þungar sakir i því efni, en þetta nennti ég ekki að gera í hinni fyrri grein, með því að mér þótti það minnstu máli skipta. Honum þykir orðbragð mitt alla vega vont, og kemst meðal annars að þeirri fráleitu niðurstöðu, að ég muni aðallega hafa skrifað grein mína, til að troða ill- sakir við sig og meiða sig persónulega. Mér er óhætt að fullyrða, að ég hefi aldrei borið neinn persónulegan kala í brjósti til sr. Sigurbjarnar, fyrr eða síðar, og veður hann hér í þeirri algengu villu, að kunna ekki að gera mun á sjálfum sér og málefninu, sem um er rætt. Ég hefi nokkuð gagnrýnt þá guðfræðistefnu, sem sr. Sigurbjörn hefir viljað boða landslýðnum og jafnan fært nokkur rök fyrir því máli. Sú guðfræði er allt annað en sr. Sigurbjörn sjálfur. Hún er utanaðlærð og að mínum dómi af litlum skilningi, og því alls enginn partur af honum, heldur gæti hún orðið honum til andlegra óheilla. Þess vegna tel ég það blátt áfram kærleiksverk að sýna honum staf, ef það mætti frelsa hann úr andlegum ógöngum, og tel ég þetta

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.