Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 38

Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 38
36 KIRKJURITIÐ vitund kemur auga á, og ætti það því ekki að vera neitt til að kvarta undan, ef nokkuð væri meint með þessu hjali. En hér er væntanlega stór munur á hinum töpuðu og hinum „heilögu", og er það sennilega ósanngjamt að ætlast til, að frelsaðir menn geti tekið aðfinnslum með hógværð. Nú vita allir, að skikkanlegustu menn geta trúað á fáránlegustu bábiljur og sauðfrómir geta þeir verið um allt, sem þeim er sjálfrátt, og heiðarlegir á borgaralega vísu, þó að guðfræði þeirra sé ábótavant. Hefir mér aldrei dottið í hug að væna sr. Sigurbjöm um annað (og allra sízt um „saurlífi"). Að fengnu þessu siðferðisvottorði sé ég ekki, að hann hafi undan neinu að kvarta, þó að ég gagnrýni þá guð- fræði, sem hann boðar, úr því að mér þykir hún óholl og til lítils þrifnaðar fyrir íslenzka kirkju. Ef ég misskil þetta alveg, kann svo að vera um fleiri, og ætti honum þá að verða það kærkomið tilefni til að útskýra hjálpræðis- boðskap sinn betur. Sannast að segja finnst mér persónulegur metnaður litlu máli skipta, þegar um það er að ræða, hvað satt er eða gott í andlegum efnum. Einhvers staðar stendur, að Guð hafi andstyggð á dramblátum. Ef sr. Sigurbjöm telur sig særðan af ljósi því, sem ég brá yfir andlegt ástand svo nefndra „frelsaðra manna“, í niðurlagi greinar minn- ar, þá endurskoði hann það, hvort sú frelsun hans sé orðin nægilega staðgóð, hvað auðmýktina snertir. Fór ég ekki harkalegar í sakirnar við hann en það, að ég áætlaði, að hann væri hér um bil hundrað sinnurn betri en hann taldi sjálfan sig vera! Af því, sem seinna hefir komið í ljós, virðist svo sem honum nægi þetta ekki. Ég er þá fús til að gleðja hann meira og gefa það eftir, að hann kunni að vera t. d. svo sem tvö hundruð sinnum betri! En hvað verður þá af játningunni hans hinni auðmjúku? Ég hafði alltaf lúmskan gmn um, að hún væri á misskilningi byggð!

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.