Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 40

Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 40
38 KIRKJURITIÐ er sr. Sigurbjörn telur nú hina einu sáluhjálplegu kristni á Islandi, og fer hann um það sízt mildari orðum en ég geri. Nú þykir sr. Sigurbimi þessi kafli stórum skemmtileg- astur í grein minni, og skal ég ekki bera brigð á, að rétt sé. Það mun yfirleitt vera viðurkennt, að Matthías hafi verið einn hinn mesti andans maður á Islandi á sinni tíð. Eigi líður þó á löngu, áður en sr. Sigurbjöm tekur að líkja þessum skemmtilegheitum Matthíasar við grút, sem aldrei hafi verið ljósmeti. Hann viðurkennir það að vísu, að Matthías hafi verið mikil sál, mikill boðberi í heilagri kirkju og innblásinn af anda hins góða og gilda kristin- dóms. En í bréfunum verður kristindómur hans að „grút", sem ekki má snerta við. Það er dálítið erfitt að koma þessu heim og saman. Því að ekki er hægt að neita því, að það var hinn sami Matthías, sem ljóðin og sálmana orti, og sá, sem skrifaði bréfin. Og það er ennfremur auðvelt að sýna fram á, að guðfræði séra Matthíasar breyttist sízt með vaxandi aldri og þroska í orþodoxa átt, eins og sr. Sigurbjörn vill vera láta. Annars vegar ætti hann þá að hafa verið heimskur og grunnfær mbbari (og þá líklega neðan við markalínu þess „að tala eins og manneskja með ráði og rænu“) í bréfum sínum, en hins vegar eitt hið mesta höfuðskáld þjóðar sinnar, sem orti fullur af innblæstri heilags anda dýrleg trúarljóð. Trúi þessu hver sem vill. Máltæki segir, að hundshár vaxi aldrei nema á hundi, og slík hár uxu ekki á Matthíasi. Mikil og andrík sál verður aldrei lítil í óbundnu máli, þar sem hún segir hug sinn allan í einlægni í kunningjabréfum. Guðfræði Matthíasar var því ekki síður merkileg en ljóð hans. Hún var, eins og ljóðin, ávöxtur af víðsýni hans og mannúð. Og einmitt af því, að hann var mikill andi, hafði hann manndóm til að segja það, sem honum bjó í brjósti, enda þótt hann

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.