Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 42
40
KIRKJURITIÐ
að það sé einkum nýrri guðfræði að kenna, ef vinnukona
verður ólétt. Slíkt sé einnig hugsanlegur möguleiki í
lútherskum sið.
Maður skyldi nú halda, að sr. Sigurbjöm væri ánægður
með þetta, en því fer fjarri. Það, sem ég tek upp úr ritum
Lúthers, afgreiðir hann með því, að það sé níð um hann
eða kristna kirkju. En af eðlilegum ástæðum gerir hann
enga tilraun til að sanna það. Heldur byrjar hann á allri
sólarsögunni á ný og lætur sig ekki muna um það að halla
verulega máli, til að gera hlut Gunnars sem verstan. Hann
segir nú meðal annars, að Gunnar hafi tekið því fjarri
að gangast við barninu. Fyrir þessu er enginn stafur í
bókinni. Þvert á móti er það skýrt tekið fram frá upp-
hafi, að hann hafi drengilega játað, áður en nokkur prest-
ur kom til. Það er ennfremur upplýst í sögunni, að Gunnar
hafi tilkynnt barnavemdarnefnd, að hann mundi bæði sjá
um konuna og barnið, svo að þau skyldi ekkert skorta.
Þá upplýsist það (bls. 293), að konan hafi ekki gert neitt,
sem hún hafi ekki viljað sjálf. Gunnar hafi jafnan komið
fram við hana af fyllstu alúð og virðingu, allt samlíf þeirra
hafi verið heiðarlegt og konan sé fyllilega hamingjusöm.
Bæði séu „í sátt við Guð“.
Þrátt fyrir þetta gengur klerkur að því eins og grenj-
andi Ijón að reyna að gifta þau, þótt hvorugt óski eftir
því. Er prestur einkum skelfingu lostinn yfir atferli Gunn-
ars, af því að hann hafði nýlega talað í trúboðshúsinu
og jafnar því glæp hans við svik Júdasar, og sér í barn-
unganum áþreifanlegt verk djöfulsins. Allt þetta telur hann
hins vegar verða mimu prýðilega kristilegt, ef unnt reynd-
ist að skrúfa þessar syndugu persónur saman í hjónaband.
Þannig fara þessir guðsmenn að því að „hylja saurinn“.
Séra Sigurbjörn talar mikið um það
Kristin sjónarmið. í þessu sambandi, að ég sé með
óskammfeilna dóma um „frumlæg
kristin sjónarmið". Dómurinn er nú enginn annar en hinn