Kirkjuritið - 01.01.1951, Síða 46
44
KIRKJURITH)
hennar og lemja hana þar grjóti til bana. Hins vegar
giltu engin slík ákvæði um karlmenn. Gefur þetta reyndar
grun um, að í þessum sökum hafi Gyðingurinn haft næm-
ari tilfinning fyrir skerðingu eignarréttarins en syndinni
sjálfri, enda var konan talin með annarri eign mannsins,
svo sem akri, uxa og fénaði, eins og í boðorðunum stendur.
Þessi stórkostlega siðabót gagnvart kvenkyninu átti sér
þá vitanlega einnig aðrar rætur. Á öllum öldum hefir sú
grimmd og ofstæki, sem vart verður í afstöðu göfugra
manna til þessara mála, mótazt af þeirri heilögu afbrýði-
semi, sem hvergi stendur að baki tilfinningum þeim, sem
hrærast í brjóstum hrúta, sem stangast.
1 Jóhannesarguðspjalli er sögð saga af fræðimönnum
og Fariseum, sem ætla að fara að framkvæma þessa æðri
tegund af siðgæði á konu, sem staðin var að hórdómi.
Þeir spyrja meistarann ráða, til að fá hann til að „gata“
í siðfræði. Hann gefur þeim lítinn gaum í fyrstu og tekur
að rita í sandinn, en segir síðan af tómi: „Sá yðar, sem
syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana.“ Þessi göfugmenni
laumuðust burt hver á fætur öðrum. Seinast var konan
ein eftir. Jesús sagði við hana: „Kona, hvar eru þeir?
Sakfelldi enginn þig?“ Hún svaraði: „Enginn, herra.“ En
Jesús sagði: „Ég sakfelli þig ekki heldur.“
Ef sr. Sigurbjörn hugsaði örlítið um þessa sögu, kynni
dómarasvipurinn á andliti hans aðeins að hjaðna.
Sá saga fylgir Stóradómi, að einn dómendanna hafi
verið andvígur honum, og hafi flestum orðið glæpur á,
nema honum. Sýnir þessi þjóðsaga heilbrigt mat alþýðu
manna á hinu „æðra“ siðgæði rétttrúnaðarins.
Ég býst við, að fleirum en mér kunni
Guðfræðipróf að veitast það dálítið erfitt að fylgj-
hjá sr. Sigurbimi. ast með hinum lærðu latínuskýring-
um sr. Sigurbjarnar á því, að orðið
gerspilling þýði ekki gerspilling, heldur spillingu í mann-
inum, sem nái bæði til líkama og sálar. Slík miðaldarök-
fræði er í raun og veru ákaflega ómerkileg gagnvart þeirri