Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 47
45
ÉG TRÚI Á GUÐ EN GRÝLUR EI
staðreynd, að sama rit upplýsir eins og ég bendi á, að
kirkjurnar trúi, kenni og játi, að óendurfæddur vilji manns-
ins sé ekki aðeins frásnúinn Guði heldur og honum f jand-
samlegur, svo að maðurinn hafi aðeins löngun og vilja til
hins illa og þess, sem Guði er andstætt. Ennfremur segj-
ast þeir trúa, kenna og játa, að erfðasyndin sé svo djúp-
tæk gerspilling hins mannlega eðlis, að ekkert heilbrigt
eða óspillt sé eftir í líkama mannsins eða sál, hinum innri
aha ytri kröftum, og sé þetta tjón svo óumræðilegt, að
það verði ekki skilið af skynseminni.
Með öðrum orðum: Maðurinn er gersamlega á valdi
djöfulsins.
Mér er spurn: Hvað vantar þá á spillinguna, til þess að
kessi skarpi guðfræðingur, Sigurbjörn, geti fallizt á að
kalla hana gerspilling eins og aðrir guðfræðingar hafa
Mmennt gert? Guði nægir þetta minnsta kosti til að senda
manninn í eilífar kvalir, samkvæmt sama plaggi. En sr.
Sigurbjörn er þarna slyngari en Guð. Hann finnur tvö
Mtnesk orð, sem eiga að afsanna allt, sem áður er sagt.
»Syndin er ekki substans mannsins heldur accidens,
en accidens er á heimspekimáli þess tíma það, sem ekki
stenzt af sjálfu sér, er ekki heldur eðlislægur hluti annars,
heldur in alio mutabiliter." Svo mörg eru þessi
vísdómsins orð. Ef þetta væri nokkuð annað en rökvilla
hinna heiðruðu miðaldaguðfræðinga, sem sr. Sigurbjörn
tyggur upp skilningslaust eins og páfagaukur, þá væri hér
með afsönnuð sú guðfræðilega meginkenning sömu manna,
nð maðurinn væri fæddur með syndugu eðli. Hin eiginlega
guðsmynd mannsins ætti þá að vera óspillt, og er þetta
eð vísu skynsamlegri kenning. En hvernig þetta samrým-
*st í höfði sr. Sigurbjarnar verður algerlega óskiljanlegt
ht frá þeirri staðhæfing hans í sömu andrá, að kristin
trú skoði manninn ævinlega sem heild, en kljúfi hann
ekki! Víst er um það, að eftir sömu guðfræði sendir Guð
háða parta til helvítis. Virðist hann þá ekki telja það
ómaksins vert að hirða hinn óspillta hlut, heldur brennir