Kirkjuritið - 01.01.1951, Qupperneq 49
47
ÉG TRÚI Á GUÐ EN GRÝLUR EI
hann getur engan möguleik hugsað sér annan, en að játn-
ingin skuli einhvern veginn gilda, annað hvort aftur á bak
eða áfram. Þarf ekki að fjölyrða um slíka fásinnu.
Vel get ég verið sr. Sigurbirni sammála um það,. að
hornsteinn alls kristindóms sé hjálpræðið í Kristi. En jafn
óhrakin er röksemdaleiðsla mín fyrir því, að hornsteinn
rétttrúnaðarins sé gerspillingarkenningin. 1 ritum rétttrún-
aðarmanna gengur djöfullinn alls staðar um kring eins
°g grenjandi ljón, leitandi að þeim, sem hann geti gleypt,
°g eftir röksemdum þeirra gleypir hann langflesta og
hirðir mesta eftirtekjuna af sköpunarverki Guðs. Þegar
djöfullinn er orðinn slíkt ógnarvald, sem hvarvetna skákar
gæzku Guðs út í hom, svo að hennar gætir nauðalítið, þó
að Drottinn nái til sín fáeinum rétttrúuðum, þá er auðséð,
hver er orðinn húsbóndinn á heimilinu. Fyrirgefning Guðs
kemst hvergi að, nema samkvæmt lögum og reglum rétt-
trúnaðarguðfræðinga.
Þeir, sem þannig trúa því, að djöfullinn sé Guði alla
Vega máttugri og slyngari í baráttunni um mannssálirnar,
trúa á þessa persónu framar Guði! Þetta er röksemdafærsla
min í hinni fyrri grein, og hefir sr. Sigurbjörn hvergi
treyst sér til að hreyfa við henni einum fingri, heldur
fanð kring um hana eins og köttur um heitan graut.
Það þýðir ekkert að halda því fram, að þeir, sem lögðu
fram Ágsborgarjátninguna, hafi talið að Guði væri alvara
aÓ bjarga mönnunum, ef alls staðar skín út úr sömu játn-
ingu, að annað hvort hafi hann ekki viljað eða getað.
®f Guð hefir fyrirhugað aðeins fáa útvalda til frelsunar
eins og þessir menn halda fram, þá er ekki nema um
tvennt að gera. Annað hvort hefir hann ekki getað eða
vifjað bjarga hinum.
Slík trú er ekkert annað en vantrú á Guði. Og það er
íjarskalega auðvelt að útskýra þessa trúarsetning. Hún
er til orðin af trúarþröngsýni þeirra, sem halda að Guð
hugsi nákvæmlega eins um trúmál og sjálfir þeir, halda
að vizka Guðs og kærleikur sé ekki stærri en ofstæki þeirra