Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 54

Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 54
52 KIRKJURITIÐ presta og preláta, ríki játninga og helgisiða, sem leggur megináherzlu á alls konar „guðrækilegan hégóma", eins konar himneska hirðþjónustu, þar sem menn hyggjast að ná hylli skaparans með smjaðri. í Lágmark þessarar falsþjónustu birtist í því, þegar klerk- arnir, í stað þess að leiðbeina og hugga hrjáð mannkyn með trú, von og kærleika, skelfa það með alls konar guð- fræðilegum ógnunum og beita það andlegri kúgun með trúfræðilegu moldviðri. Þetta eru þá skoðanir annars þess spekings, sem sr. Sigurbjörn vitnar, að „dýpst hafi rýnt í manneðlið og beri jafnframt yfir aðra í sögu hugsunarinnar". Kant hefii’ kennt oss þetta í guðfræði, að þar sem Guð á að dýrka, þarf sannleiksást og einlægni, og að í trúarefnum sé hé- góminn fyrirlitlegastur og hræsnin auvirðilegust. Getur hann nú glímt við að athuga, hvort skoðanif þessa mikla vitmanns samræmist betur „grútnum" Matt- híasar eða guðfræði hans sjálfs, og reynt að gera sér í hugarlund, á hvem veginn muni snarast, ef þeir sr. Matt- hías og Kant eru í spyrðunni öðmm megin, en hann sjálf' ur hinum megin. Nú mundi vera mál til komið að Endurholdgunarkenning fara að upplýsa sr. Sigurbjörn Platós og syndafallið. eitthvað um eðli og uppruna syndarinnar, því að í þessum efnum sýnist hugsun hans vera álíka rugluð og ráðviltt sem annars staðar. Ég hafði bent á það, að Kristur hefði boðið mönnum að elska óvini sína og keppa að því að verða fullkomnir í kærleika eins og þeirra himneski faðir er fullkominn' Virðist þetta benda á nokkuð bjartsýna trú á mannlegt eðli. Nú kemur sr. Sigurbjörn með þá frumlegu skýringn> að Kristur einmitt bjóði mönnum að elska, af því að þeim sé það ekki unnt, og krefjist þess af þeim, sem ekki se eðlislægt.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.