Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 60

Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 60
58 KIRKJURITIÐ sem dáleiddir voru af þessum fáránlegu boSum og bönn- um, af því að hann hafði þá heilbrigðu dómgreind að taka lítið mark á þeim. Þannig breytast siðalög mannanna eftir andlegum þroska, svo að ekki gilda hin sömu siðalög fyrir alla einstaklinga. Það getur einum verið „synd“ sem öðr- um er algerlega ósaknæmt. Páll var kominn nokkuð áleiðis í skilningi á þessu, er hann mælti: „Allt er mér leyfilegt, en ekki gagnar allt.“ Ef við trúum því, að Guð líti á hjartað fremur en verkin, þá þykir mér sennilegt, að hann ætlist ekki til meira af neinum manni, en að hann breyti eftir því, sem hann hefir bezt vit á og í samræmi við þann þroska, sem sanngjarnt er að krefjast af honum. En í þess uefni, hygg ég, að hann sé miklu glöggsýnni og umburðarlyndari en sr. Sigurbjörn. „Til frelsis frelsaði Kristur oss,“ mælti Andlegt frelsi. Páll, „standið því fastir og látið eigi aft- ur leggja á yður ánauðarok.“ Á hann þar við ánauðarok lögmálsins, sem bókstafstrúarmenn halda að enn sé í gildi. Páll hafði þá hugmynd, að trúin hefði ekkert að óttast frá hugsuninni, heldur væri hugsunín einnig frá Guði komin, og þess vegna lét hann sér eigi nægja, að taka aðeins við hugmyndum frá postulunum í Jerúsalem, heldur var hlutverk hans í því fólgið, að hugsa kristindóminn upp að nýju og boða hann í því formi, sem aðgengilegt var framandi þjóðum, eftir að Gyðingar höfðu hafnað honum. 1 þessu var hann lærisveinn meistara síns, því að enginn hefir á frjálsmannlegri hátt en Kristui’ gagnrýnt trúarbrögð þjóðar sinnar, skilið kjarnann frú hisminu og lagt áherzlu á hann, en hafnað erfikenningum og lögskýringum fyrri tíðar manna. 1 þessu getur Páll verið hin mikla fyrirmynd, enda þótt skýringar hans, sumar hverjar, séu byggðar á hugmynd- um, sem nú eru löngu úreltar og enginn trúir á. Þó getur kristindómurinn verið í kjarnanum hinn sami. En vér hljótum, alveg eins og hann, að krefjast réttar, til að gera

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.