Kirkjuritið - 01.01.1951, Síða 66

Kirkjuritið - 01.01.1951, Síða 66
64 KIRKJURITIÐ að hann bregðist algerlega þessum bróðurskyldum, þá er hætt við að merkissvipurinn á andliti hans nægi ekki til að hylja hina raunverulegu ástæðu fyrir brotthlaupi hans. Rétt þegar ég er að enda við að skrifa Orðsending til þessar línur, berst mér í hendur bréf konu fyrir vestan. frá konu fyrir vestan, sem eigi nafn- greinir sig. Hún segir meðal annars, eftir að hún er búin að lýsa því, að henni þyki grein mín um trúna á djöfulinn afleit: „En það er annað, sem ég sé þar, og það er sú yfir- gripsmikla náð Drottins, sem skín þar út úr hverri línu. Því að það er vitað, að án hans megnum við ekkert, ekki einu sinni hið illa. Hversu mörg dæmi hefir maður uni það, að mörgum er kippt burt bæði í vöku og svefni fyrir- varalaust, án þess að vitað sé um nokkrar orsakir. Hvað er á bak við þetta? Er það blind hending? Ónei! En þarna fáið þér að setja fram hverja svívirðinguna af annarri um Drottin og smælingja hans óátalið og hindrunarlaust. Hvílík óumræðileg náð! Eruð þér maður til að þakka slíkt? Þér eruð í Guðs hendi þrátt fyrir allt“ o. s. frv. Enn segir konan: „Ég er efalaust ein í hópi þeirra, sem þér ofsækið, en ég fyrirgef það. Mér er það meira virði, að þér mættuð fá náð til að sjá, hvað þér hafið gert, áður en það er of seint.“ Ég þakka þessari góðu konu þetta vel meinta viðvör- unarbréf. Að hún er fús að fyrirgefa mér það, sem henni finnst á sinn hluta gert, bendir á gott og kristilegt inn- ræti. En þeim mun merkilegra er þá hitt, að hún hugsar sér Guð sinn hálfu hégómlegri og hefnigjarnari en hún er sjálf, og er í meiri vafa um að hann geti fyrirgefið> ef gert er á hluta hans. Þetta minnir mig á, að ég átti fyrir mörgum árum síðan í smáglettum við „trúaðan" mann um guðfræði- Lauk þeirri viðureign þannig, að hann ógnaði mér með því, að Drottinn mundi henda stórum steini í hausinn á mér, ef ég aðhylltist ekki kreddur hans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.