Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 72
70
KIRKJUROTÐ
og létt skap á hinn bóginn draga úr broddum hans. Marg-
ir eru nú komnir á þá skoðun, að magasár sé að uppruna
til starfrænn taugasjúkdómur, þótt lokastig hans sé vef-
rænt sár. Langvinnt sálarlegt farg og barátta andstæðra
tilfinninga truflar sálarlegt jafnvægi. Sálarlífið hefir að-
setur sitt í vissum stöðvum heilans. Þaðan stýrir það og
stjórnar allri líkamsstarfseminni með aðstoð fjölda milli-
stöðva. Truflist andlegt jafnvægi, hefir það áhrif á lægri
stöðvar, þaðan sem ósjálfráðum störfum er stýrt. Á þenn-
an hátt nær sorgin að örva tárakirtlana, svo að dæmi sé
nefnt. Á svipaðan hátt getur sálarlegt farg breytt starfi
magakirtlanna, aukið það eða minnkað. Kemur það þá
fram sem truflun á myndun magasýru og annarra melt-
ingarvökva. Verði þær truflanir nógu miklar, leiða þær
að lokum til skemmda á magaslímhúðinni, þannig að á
hana dettur sár. Til stuðnings þessari kenningu um upp-
runa magasárs er fleira en líkur einar. Vísindalegar at-
huganir og tilraunir, svo langt sem þeim er komið, styðja
þessa skoðun.
Líkt og svipað er að segja um marga aðra líkamlega
sjúkdóma. Þannig er hár blóðþrýstingur sennilega oft af-
leiðing sálrænna truflana. Eins og blóðþrýstingur hækkar
í bili hjá manni í reiðikasti, eins getur langvinn, niður-
bæld gremja valdið varanlegri hækkun hans. Hið sama
gildir um mörg tilfelli ofnæmissjúkdómanna svonefndu og
ýmsar tegundir giktar. Astma, sumir húðkvillar, höfuð-
verkur og liða- og vöðvaverkir eru oft greinilega háðir
sálarástandi sjúklinganna. Til grundvallar þeim liggja
óleystir andlegir erfiðleikar.
Þótt hér sé fullyrt, að margir vefrænir sjúkdómar séu
sálrænir að uppruna, skal það viðurkennt, að margt er
enn á huldu x þessu efni. Rannsóknir eru enn of skamrrit
á veg komnar, en áhuginn á þeim er vaknaður.
V.
Niðurstaða þessa máls er sú, að framvegis munu lækn-