Kirkjuritið - 01.01.1951, Síða 88
86
KIRKJURITIÐ
herbiskupinn, að hún hefði það orð á sér, að hún væri strang-
lútherskasta kirkjan, sem fyrirfyndist í heiminum. Kennimenn
hennar fylgja mjög fram skoðunum Lúthers og eru sérstaklega
vel heima í ritum hans. Fengum við síðar margvíslegar sann-
anir fyrir réttmæti þessara ummæla.
Annað aðalumræðuefni prestamótsins var: Þjóðkirkjan og
ríkið — frelsi og skuldbinding.
Laugardaginn 5. ágúst hófust umræður um það mál. Fram-
sögumenn voru stórþingsmaðurinn pastor H. C. Christie Sta-
bekk, Noregi, og dr. H. Ove Hassler frá Linköping. — í um-
ræðunum kom það sjónarmið skýrt í ljós, að menn óskuðu
eftir, að ríki og kirkja héldu saman, svo sem verið hefir um
aldaraðir. Menn litu svo á, að það væri mun happasælla fyrir
þjóðfélagið að hafa eina sameinaða þjóðkirkju heldur en að
kirkjan klofnaði í margar sundurleitar kirkjudeildir og sértrú-
arflokka. Þótt svo líti út sem sértrúarflokkamir gætu vakið
meiri áhuga á trúmálum meðal fylgjenda sinna, hefði það sýu*-
sig, að sá áhugi væri oft skammær og árangurinn stundum
ærið vafasamur. Menn virtust í þessum efnum yfirleitt fylgí3
því sjónarmiði, sem sett var fram af mennta- og kirkjumála'
ráðherra Finna, að kirkjan og ríkið ættu að haldast í henduti
eins og systkin, ríkið ætti ekki að blanda sér í málefni kirkj'
unnar og kirkjan ekki að gera kröfu til að segja ríkisvaldinu
um of fyrir verkum. — Umræður um þetta mál stóðu frá Pv)
kl. 10 um morguninn til kl. 4 um daginn, er fulltrúar fóru 1
heimsókn til menntamálaráðherrans. Hafði hann boð inni fyr*r
fulltrúa mótsins. Móttakan fór fram í hinum glæsilegu salat'
kynnum, sem áður voru heimkynni og aðsetursstaður rússneska
landstjórans, meðan Finnland var rússneskt stórhertogadæiu1-
Um kvöldið var fulltrúum ekið út fyrir borgina til gistihúss
þess, er Fiskartorpet nefnist. Er það eitt hið stærsta og veg'
legasta í Helsingfors. Umhverfis gistihúsið eru miklir skrúð'
garðar. í skrúðgörðum þessum eru einnig veitingar ýmis konah
og safnast þangað ætíð fjöldi fólks. — í gistihúsi þessu var
fulltrúum búin veglegasta veizla og var þar setið lengi kvölds-
Undir borðum voru fluttar margar ræður, og sungu finnskit
prestar einsöngva á milli. Áður en staðið var frá borðuh>>
kvaddi sér hljóðs einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna °%