Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 92

Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 92
90 KIRKJURITIÐ satt. Innst inni hefir hann sömu þörf á hjálp kirkjunnar og fyrr. Hann notar að vísu sín eigin orð og hugtök og finnst boðskapur kirkjunnar óraunsær og fjarlægur viðfangsefnum nútímans. En munum samt, að hann er aðeins maður og þarfn- ast því hjálpar, bæði í andlegu og líkamlegu tilliti. Til eru þeir, sem halda, að við sækjumst eftir valdi. Það er rangt. Vald er það versta, sem kirkjan getur fengið, jafnvel verra en ofsókn. Kærleikurinn þekkir engin sérréttindi eða fríðindi sér til handa- Ef við sækjumst eftir slíku, sýnir það aðeins, að okkur skortir kærleika. Margir óttast, þegar þeir horfa fram, að kirkjan muni ekki fá staðizt. Það þurfum við ekki að óttast. Hjálpina gegn öllum ótta finnum við í bókinni. Gagnvart henni hverfur allur ótti. Hún hefir að geyma þau verðmæti, sem standast, jafnvel þótt allt annað farist. Um 1880 gaf Georg Brandes kirkjunni tuttugu ára frest. Að honum liðnum væri hún úr sögunni. Hvert var svar kirkjunnar? Á þessum tuttugu árum voru reistar fleiri kirkjur í Kaupmannahöfn en nokkuru sinni fyrr. — Enn í dag er þetta bezta svar kirkjunnar. Afdrif hennar verða aldrei ráðin af orðum eða ytri árásum, heldur af því innra lífi, sem í henni býr. — Og ef við horfum fram, alveg á leiðarenda, þá hverfur allur ótti.“ — Næsta dag hófst fundurinn með morgunbæn í Dómkirkjunni- Að henni lokinni hófst sjálfur aðalfundur félagsins. Stjórnin gaf skýrslu um starf og f járhag félagsins frá síðasta aðalfundi- Einnig var kjörinn formaður. Fráfarandi formaður, J. Ö. Diet' richson, dómprófastur, baðst undan endurkjöri. í hans stað var því kjörinn J. Smidt, sóknarprestur í Osló. Síðan voru rædd ýmis félagsmál. Eftir hádegið var flutt framsöguerindi, ef nefndist: Hvernig getum við gert prestafélagið virkara? Miklar umræður urðu á eftir. Um kvöldið var haldin hátíðarsamkoma í tilefni 50 ára a^' mælisins. Fyrst var snæddur miðdegisverður. Að honum lokn' um flutti H. Seip, prófastur í Skien, hátíðarræðu, þar sem hann minntist liðinna ára í sögu félagsins. Að ræðu hans lokinn1 voru flutt ávörp frá prestafélögum hinna Norðurlandanna- Prestafélag íslands sendi skrautprentað ávarp, bundið í skinn- Þennan dag varð Berggrav biskup 66 ára. í því tilefni send1

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.