Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 94

Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 94
92 KIRKJURITIÐ lenzkum málefnum. Allir æsktu nánari samvinnu í kirkju- og kristindómsmálum og létu í ljós von um, að hún mætti takast á næstu árum meira en hingað til. Slík samvinna mundi verða okkur til ómetanlegrar blessunar, bæði íslenzku kirkjunni og allri þjóðinni í heild. Vonandi gefst Prestafélagi íslands tæki- færi til að endurgjalda þetta heimboð og alla þá vináttu, sem íslandi þar var auðsýnd. Að lokum við ég aðeins geta þess, að margir báðu fyrir kveðjur heim til íslands, bæði til einstaklinga og almennt. Þeim kveðjum er hér með skilað. Tuttugasti aðalfundur Prestafélags norsku kirkjunnar er nú liðinn og aðeins til í minningunni. En sú minning er kær, minning um vináttu og bróðurhug. Sú minning geymist og varðveitist. Megi almáttugur Guð blessa norsku og íslenzku kirkjumar, norsku og íslenzku þjóðirnar. Jónas Gíslason. (Frásögnin nokkuð stytt). Séra Einar Pálsson, fyrrum prestur í Reykholti, andaðist að heimili sínu, Laugar- bökkum í ölfusi, 27. janúar 82 ára að aldri. Minningargrein u® hann mun verða birt í næsta hefti Kirkjuritsins. Skovgaard-Petersen og Biblían. Skovgaard-Petersen prestur hefir komizt svo að orði í erindi fyrir presta: „Biblían er ekki lögbók fyrir oss eins og Gyðinga- Vér höfum enga fjórðu grein trúarjátningarinnar, er hljóðar svo: Ég trúi á Biblíuna. Sá, sem segir, að hann fyrir Guðs náð trúi á allt, sem stendur í Biblíunni, flytur orð — orð innan tóm og er ekki annað en leikari." Gjöf til minningar nm séra Halldór Johnson. Nokkrir vinir séra Halldórs Johnsons hafa gefið Háskóla- kapellunni 100 dollara til minningar um hann. Þakkar guð' fræðisdeildin þessa gjöf. Myndin framan á kápu Kirkjuritsins er af Sauðárkrókskirkju. Huu er reist 1892.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.