Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 18

Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 18
108 KIRKJURITIÐ það að sama skapi sem þeir hliðra sér hjá allri ábyrgð. Ef til vill er mesta hættan í því fólgin, að persónul&Q ábyrgSartilfinning fjari út. Það er óþarft að taka það fram, að hæfileikinn til þess að taka á sig ábyrgð hverfur ekki við það, þótt aðrir séu krafðir ábyrgðar. En við gjörum engum manni greiða með því að losa hann við ábyrgð. Og um fram allt, við skulum sjálfir taka á herðar okkar fulla ábyrgð. Mann■ gildi og abyrgS verSa ekki aSgreind. Sá, sem gengst undir ábyrgð, ber með því vitni um manndóm sinn. Hættuleg tilhneiging kemur fram í félagslífi okkar, er við vilju#1 sljóvga ábyrgðarvitund okkar — og það jafnvel í naftu mannúðarinnar. Því fleiri sem vilja gerast steðjarnir, Þ^1 erfiðara verður að hefja manngildið og því meir muu þrjóta persónumenninguna og félagsmenninguna. Þá geta smám saman öll ósköp gerzt á öld múgæsinga og einræðis- ríkja. Benedetto Croce, ítalski sagnfræðingurinn mikli, er barðist djarflega gegn fasismanum, taldi stríðið um mann- gildið vera innra stríð með sjálfum okkur gegn Andkrist- inum. Hann minnir á aldir hnignunar, spillingar og vilU' mennsku í veraldarsögunni. Og hann spyr: „Erum við nU gengnir inn til einnar slíkrar aldar eða stöndum við a þröskuldi þeirrar, sem verst er allra þeirra, er hún tekur við af blómlegri þúsund ára söguþróun og einkum EvrópU- > menningunni." Menn svara ekki þessari spumingu með því að vísa henni á bug né gefast upp fyrir henni. Hún hvetur til þess, að nú sé rönd við reist og hafizt til oflugt' ar andstöðu. ★ Séra Valdimar J. Eylands og frú Lilja kona hans áttu silfurbrúðkaup í febrúarmánuði síðastliðnum, og var þesS minnzt með veglegu samsæti í kirkju Fyrsta Lúterska safnaðar- Voru þeim hjónum afhentar góðar gjafir og þakkað ágætt starf fyrir kristni og kirkju.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.