Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 20

Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 20
110 KIRKJURITIÐ fela þjónandi prestum nokkur kennslu- og skólastörf uffl leið og kjör þeirra yrðu bætt.“ Ennfremur voru haldnir safnaða og héraðsfundir um málið og hvarvetna andmælt tillögum launamálanefndar. Má rétt til dæmis nefna hina fyrstu ályktun, sem gjörð var að Hofi í Höskuldsstaðaprestakalli á kjörfundi. En hún var á þessa leið: „Fundurinn lýsir sig mótfallinn tillögum launamála- nefndar um fækkun presta, telur það muni lama störf og áhrif kirkjunnar að ætla prestunum svo stór umdæmi til þjónustu, að telja mætti, að mannlegu þreki yrði ofvaxið að rækja starfið, svo í góðu lagi væri. Ennfremur vill fundurinn benda á, að jafnvel þó þessar tillögur launamálanefndar séu miðaðar við það, að sam- göngur hafi batnað til muna með akfærum vegum og f jölg- un bíla, þá eru enn stór svæði á landinu, sem ekki er unnt að nota þessi farartæki langan tíma ársins, og téðar bfl* ferðir langar leiðir eru stór útgjaldaliður fyrir þann, sem þarf að kaupa, enda virðist fundinum, að með tilliti tfl væntanlegra launakjara presta, eins og þau eru ákveðin af launamálanefnd, verði um hverfandi lítinn sparnað að ræða.“ Auk þessa söfnuðu menn undirskriftum til Alþingis gegn prestafækkuninni, og urðu þær á sjötta þúsund. Loks bárust hlutaðeigandi þingmönnum áskoranir úr þeim prestaköllum, er niður skyldi leggja, um það, að presta- köllin fengju að haldast áfram sem sjálfstæð prestaköll. Alþingi tók fullt tillit til þessa skýra og eindregna þjóð- arvilja, og varð prestafækkunin þar með úr sögunni um hríð. Engin minnsta ástæða er til þess að ætla, að þjóðin hafi síðan skipt um skoðun. En reyna mætti að spyrja hana á ný, m. a. fólkið í þeim prestaköllum, sem ætlast er til, að lögð verði niður. Annars væri það undarlegt af þjóð, sem vill vera kristin, að fækka prestum sínum að sama skapi sem henni f jölgar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.