Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 58

Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 58
148 KIRKJURITIÐ Að endingu vil ég geta þess, að ég fékk mjög vinsamlegt bréf frá séra Magnúsi Guðmundssyni ferðafélaga læknisins. í því biður hann mig að afsaka við hlutaðeigendur ýmislegt, sem um getur í ferðasögu læknisins. Hefir hann eflaust fundið, að ýmislegt, sem þar er sagt, hefði betur ósagt verið. Vona ég, að svona skrif sjáist aldrei oftar í Kirkjuritinu. Sigurjón Jónsson. Skýringar og athugasemdir við grein séra Sigurjóns Jónssonar. 1. í Hofteigsprestakalli eru 3 sóknir, en þegar ferðasaga mín var rituð voru þar tvær kirkjur. Möðrudalskirkja var þa í smíðum. 2. Kirkjusókn á Sleðbrjót. Svar við spurningu sr. Sigurjóns: Já, svo sannarlega ætlast ég til að fólk komi í kirkju tvo daga í röð, þegar sérstaklega stendur á. Kirkjuráðið, en biskup er formaður þess, hefir að vonum mikinn áhuga á trúmálum og að efla kirkjulifið. Það sendi okkur til að ræða þessi mál við hina f jarlægu söfnuði, af því að það treysti okkur til þess. Við vorum á ferð í þjónustu kirkju lands vors og höfðum búið okkur undir að gefa fólkinu það bezta, sem við áttum völ a í þeim efnum. Hvað sem um frammistöðu okkar má segja og hvað sem áhuganum líður, þá var það makleg og viðeigandi kurteisi við biskup og kirkjuráð, að svo margir léti sjá sig a hverjum stað, að vel væri messufært. Ég á annars erfitt með að trúa því, að hver einasti maður í sókninni, eldri og yngo, karlar og konur, hafi farið á f jöll í smalamennsku þennan dag- Og í því sambandi vil ég biðja sr. Sigurjón og söfnuðinn a^ leggja fyrir sig spurningu: Hefðu erindrekar frá stjómmála- forkólfunum í Reykjavík ætlað að halda landsmálafund þennan dag samkvæmt fyrirfram auglýstri ferðaáætlun, myndi þá hafa verið mannlaust á fundarstað, eða hefði smalamennskunni verið hnikað lítið eitt til? En því varpa ég fram þessari spumingu, að á alvarlegustu, mikilvægustu og afdrifaríkustu málum þjóð-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.